Framkoma Írana ófyrirgefanleg 1. apríl 2007 12:15 George Bush forseti Bandaríkjanna segir Írana hafa hagað sér með óafsakanlegum hætti í deilunni um bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu. Á meðan saka írönsk stjórnvöld Breta um að ganga fram af hroka og eigingirni. Níu dagar eru síðan sjóliðarnir fimmtán voru handteknir í ósum Shatt al-Arab á landamærum Írans og Íraks. Írönsk yfirvöld segja skip þeirra hafa siglt í óleyfi inn í lögsögu sína en breska ríkisstjórnin fullyrðir að sjóliðarnir hafi verið í íraskri lögsögu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli þegar hann var spurður um afstöðu sína til deilunnar í gær. Hann sagði framkomu Írana með öllu ófsakanlega þar sem engar vísbendingar væru um að Bretar hefðu framið landhelgisbrot. Bush kvaðst því styðja bresku stjórnina fullkomlega og ekki yrði fallist á annað en að sjóliðarnir yrðu látnir lausir skilmálalaust. Þar vísaði forsetinn til hugmynda um að Bandaríkjamenn slepptu fimm Írönum sem þeir tóku fasta í Írak í ársbyrjun til að greiða fyrir lausn deilunnar. Hinum megin á hnettinum skaut Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti föstum skotum á bresku stjórnina. Hann sagði framgöngu hennar órökrétta og þvert á alþjóðalög og hún einkenndist öðru fremur af hroka og eigingirni. Lítið virðist þannig þoka í þessari erfiðu deilu. Formleg bréfaskipti ríkjanna um málið eru þó jákvætt merki um að þau eigi í viðræðum en í morgun staðfesti Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans að hann hefði fengið bréf frá starfssystur sinni í Bretlandi, Margaret Beckett, og yfir það yrði farið vandlega. Erlent Fréttir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Sjá meira
George Bush forseti Bandaríkjanna segir Írana hafa hagað sér með óafsakanlegum hætti í deilunni um bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu. Á meðan saka írönsk stjórnvöld Breta um að ganga fram af hroka og eigingirni. Níu dagar eru síðan sjóliðarnir fimmtán voru handteknir í ósum Shatt al-Arab á landamærum Írans og Íraks. Írönsk yfirvöld segja skip þeirra hafa siglt í óleyfi inn í lögsögu sína en breska ríkisstjórnin fullyrðir að sjóliðarnir hafi verið í íraskri lögsögu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli þegar hann var spurður um afstöðu sína til deilunnar í gær. Hann sagði framkomu Írana með öllu ófsakanlega þar sem engar vísbendingar væru um að Bretar hefðu framið landhelgisbrot. Bush kvaðst því styðja bresku stjórnina fullkomlega og ekki yrði fallist á annað en að sjóliðarnir yrðu látnir lausir skilmálalaust. Þar vísaði forsetinn til hugmynda um að Bandaríkjamenn slepptu fimm Írönum sem þeir tóku fasta í Írak í ársbyrjun til að greiða fyrir lausn deilunnar. Hinum megin á hnettinum skaut Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti föstum skotum á bresku stjórnina. Hann sagði framgöngu hennar órökrétta og þvert á alþjóðalög og hún einkenndist öðru fremur af hroka og eigingirni. Lítið virðist þannig þoka í þessari erfiðu deilu. Formleg bréfaskipti ríkjanna um málið eru þó jákvætt merki um að þau eigi í viðræðum en í morgun staðfesti Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans að hann hefði fengið bréf frá starfssystur sinni í Bretlandi, Margaret Beckett, og yfir það yrði farið vandlega.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Sjá meira