
Erlent
Hótað að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna

Hótað var að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Neyðarlínunni þar í borg barst sprengjuhótun frá ónefndum aðila. Öryggisráðstafanir voru auknar umtalsvert vegna hótunarinnar en sprengjan átti að springa klukkan tvö í dag. Engin sprengja fannst við leit í höfuðstöðvunum og ekki hefur orðið vart við neina sprengingu það sem af er degi. Lögreglan í New York segist því vera að rannsaka málið sem mögulegt gabb.