Boozer fór á kostum í sigri Utah 27. mars 2007 04:53 Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi fyrir Utah. Hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu utan af velli og hirti 16 fráköst gegn Washington. NordicPhotos/GettyImages Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. Shaquille O´Neal varð í nótt 12. stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst í auðveldum sigri Miami á Atlanta 106-84. Salim Stoudamire skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Lið Atlanta tók mjög hart á O´Neal í leiknum og eftir eitt brotið fékk hann slæma byltu og hringsnerist á gólfinu. "Ég er nú þekktur undir nafninu Stóri-Baryshnikov," sagði O´Neal brosandi í viðtali eftir leikinn og líkti sér við ballettdansarann goðsagnarkennda. O´Neal er iðinn við að finna gælunöfn á sjálfan sig. Hann kallaði sig "Stóra-Holræsið" eftir leik fyrir stuttu. Boston stöðvaði þriggja leikja taphrinu með 96-87 sigri á Toronto á heimavelli sínum. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en TJ Ford skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto. Chicago lagði Portland 100-89 þar sem breski leikmaðurinn Luol Deng setti persónulegt met með 38 stigum fyrir Chicago. LeMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland. Orlando lagði New York á útivelli 94-89 og eru því vonir New York um að komast í úrslitakeppnina heldur farnar að dvína. Liðið hefur unnið 30 leiki og tapað 40. Stephon Marbury skoraði 32 stig fyrir New York en Hedo Turkoglu og Jameer Nelson skoruðu 18 hvor fyrir Orlando.Houston lagði Milwaukee auðveldlega á heimavelli 106-87. Tracy McGrady skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Houston og Yao Ming var einnig með 22 stig, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee.Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi og hirti auk þess 16 fráköst þegar Utah lagði Washington 103-97 á heimavelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Utah var á tíma 11 stigum undir í síðari hálfleiknum, en vann í nótt 16. leikinn á tímabilinu eftir að hafa verið meira en 10 stigum undir á tímapunkti í leiknum. Gilbert Arenas skoraði 32 stig fyrir Washington, sem lauk fimm leikja keppnisferðalagi um Vesturdeildina 1-4. Eddie Jordan þjálfari Washington var rekinn af velli með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara í síðari hálfleik. Deron Williams skoraði 16 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Utah, sem þegar hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.Phoenix vann sannfærandi sigur á botnliði Memphis 105-87 á heimavelli. Raja Bell skoraði 29 stig fyrir Phoenix og hitti úr 6 af 8 þristum sínum. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Pau Gasol var bestur hjá Memphis með 21 stig og hirti 10 fráköst.San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 126-89. Tim Duncan, Tony Parker og Michael Finley skoruðu 20 stig hver og Manu Ginobili skoraði 17. Baron Davis skoraði 17 stig fyrir Golden State. San Antonio hitti úr 60% skota sinna í leiknum og 59% þriggja stiga skota. Hér er ótalinn leikur Detroit og Denver sem fram fór í nótt, en honum voru gerð sérstök skil í frétt hér á Vísi þar sem Rasheed Wallace tryggði Detroit ævintýralegan sigur. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. Shaquille O´Neal varð í nótt 12. stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst í auðveldum sigri Miami á Atlanta 106-84. Salim Stoudamire skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Lið Atlanta tók mjög hart á O´Neal í leiknum og eftir eitt brotið fékk hann slæma byltu og hringsnerist á gólfinu. "Ég er nú þekktur undir nafninu Stóri-Baryshnikov," sagði O´Neal brosandi í viðtali eftir leikinn og líkti sér við ballettdansarann goðsagnarkennda. O´Neal er iðinn við að finna gælunöfn á sjálfan sig. Hann kallaði sig "Stóra-Holræsið" eftir leik fyrir stuttu. Boston stöðvaði þriggja leikja taphrinu með 96-87 sigri á Toronto á heimavelli sínum. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en TJ Ford skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto. Chicago lagði Portland 100-89 þar sem breski leikmaðurinn Luol Deng setti persónulegt met með 38 stigum fyrir Chicago. LeMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland. Orlando lagði New York á útivelli 94-89 og eru því vonir New York um að komast í úrslitakeppnina heldur farnar að dvína. Liðið hefur unnið 30 leiki og tapað 40. Stephon Marbury skoraði 32 stig fyrir New York en Hedo Turkoglu og Jameer Nelson skoruðu 18 hvor fyrir Orlando.Houston lagði Milwaukee auðveldlega á heimavelli 106-87. Tracy McGrady skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Houston og Yao Ming var einnig með 22 stig, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee.Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi og hirti auk þess 16 fráköst þegar Utah lagði Washington 103-97 á heimavelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Utah var á tíma 11 stigum undir í síðari hálfleiknum, en vann í nótt 16. leikinn á tímabilinu eftir að hafa verið meira en 10 stigum undir á tímapunkti í leiknum. Gilbert Arenas skoraði 32 stig fyrir Washington, sem lauk fimm leikja keppnisferðalagi um Vesturdeildina 1-4. Eddie Jordan þjálfari Washington var rekinn af velli með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara í síðari hálfleik. Deron Williams skoraði 16 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Utah, sem þegar hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.Phoenix vann sannfærandi sigur á botnliði Memphis 105-87 á heimavelli. Raja Bell skoraði 29 stig fyrir Phoenix og hitti úr 6 af 8 þristum sínum. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Pau Gasol var bestur hjá Memphis með 21 stig og hirti 10 fráköst.San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 126-89. Tim Duncan, Tony Parker og Michael Finley skoruðu 20 stig hver og Manu Ginobili skoraði 17. Baron Davis skoraði 17 stig fyrir Golden State. San Antonio hitti úr 60% skota sinna í leiknum og 59% þriggja stiga skota. Hér er ótalinn leikur Detroit og Denver sem fram fór í nótt, en honum voru gerð sérstök skil í frétt hér á Vísi þar sem Rasheed Wallace tryggði Detroit ævintýralegan sigur.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira