Boozer fór á kostum í sigri Utah 27. mars 2007 04:53 Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi fyrir Utah. Hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu utan af velli og hirti 16 fráköst gegn Washington. NordicPhotos/GettyImages Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. Shaquille O´Neal varð í nótt 12. stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst í auðveldum sigri Miami á Atlanta 106-84. Salim Stoudamire skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Lið Atlanta tók mjög hart á O´Neal í leiknum og eftir eitt brotið fékk hann slæma byltu og hringsnerist á gólfinu. "Ég er nú þekktur undir nafninu Stóri-Baryshnikov," sagði O´Neal brosandi í viðtali eftir leikinn og líkti sér við ballettdansarann goðsagnarkennda. O´Neal er iðinn við að finna gælunöfn á sjálfan sig. Hann kallaði sig "Stóra-Holræsið" eftir leik fyrir stuttu. Boston stöðvaði þriggja leikja taphrinu með 96-87 sigri á Toronto á heimavelli sínum. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en TJ Ford skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto. Chicago lagði Portland 100-89 þar sem breski leikmaðurinn Luol Deng setti persónulegt met með 38 stigum fyrir Chicago. LeMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland. Orlando lagði New York á útivelli 94-89 og eru því vonir New York um að komast í úrslitakeppnina heldur farnar að dvína. Liðið hefur unnið 30 leiki og tapað 40. Stephon Marbury skoraði 32 stig fyrir New York en Hedo Turkoglu og Jameer Nelson skoruðu 18 hvor fyrir Orlando.Houston lagði Milwaukee auðveldlega á heimavelli 106-87. Tracy McGrady skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Houston og Yao Ming var einnig með 22 stig, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee.Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi og hirti auk þess 16 fráköst þegar Utah lagði Washington 103-97 á heimavelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Utah var á tíma 11 stigum undir í síðari hálfleiknum, en vann í nótt 16. leikinn á tímabilinu eftir að hafa verið meira en 10 stigum undir á tímapunkti í leiknum. Gilbert Arenas skoraði 32 stig fyrir Washington, sem lauk fimm leikja keppnisferðalagi um Vesturdeildina 1-4. Eddie Jordan þjálfari Washington var rekinn af velli með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara í síðari hálfleik. Deron Williams skoraði 16 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Utah, sem þegar hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.Phoenix vann sannfærandi sigur á botnliði Memphis 105-87 á heimavelli. Raja Bell skoraði 29 stig fyrir Phoenix og hitti úr 6 af 8 þristum sínum. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Pau Gasol var bestur hjá Memphis með 21 stig og hirti 10 fráköst.San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 126-89. Tim Duncan, Tony Parker og Michael Finley skoruðu 20 stig hver og Manu Ginobili skoraði 17. Baron Davis skoraði 17 stig fyrir Golden State. San Antonio hitti úr 60% skota sinna í leiknum og 59% þriggja stiga skota. Hér er ótalinn leikur Detroit og Denver sem fram fór í nótt, en honum voru gerð sérstök skil í frétt hér á Vísi þar sem Rasheed Wallace tryggði Detroit ævintýralegan sigur. NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. Shaquille O´Neal varð í nótt 12. stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst í auðveldum sigri Miami á Atlanta 106-84. Salim Stoudamire skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Lið Atlanta tók mjög hart á O´Neal í leiknum og eftir eitt brotið fékk hann slæma byltu og hringsnerist á gólfinu. "Ég er nú þekktur undir nafninu Stóri-Baryshnikov," sagði O´Neal brosandi í viðtali eftir leikinn og líkti sér við ballettdansarann goðsagnarkennda. O´Neal er iðinn við að finna gælunöfn á sjálfan sig. Hann kallaði sig "Stóra-Holræsið" eftir leik fyrir stuttu. Boston stöðvaði þriggja leikja taphrinu með 96-87 sigri á Toronto á heimavelli sínum. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en TJ Ford skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto. Chicago lagði Portland 100-89 þar sem breski leikmaðurinn Luol Deng setti persónulegt met með 38 stigum fyrir Chicago. LeMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland. Orlando lagði New York á útivelli 94-89 og eru því vonir New York um að komast í úrslitakeppnina heldur farnar að dvína. Liðið hefur unnið 30 leiki og tapað 40. Stephon Marbury skoraði 32 stig fyrir New York en Hedo Turkoglu og Jameer Nelson skoruðu 18 hvor fyrir Orlando.Houston lagði Milwaukee auðveldlega á heimavelli 106-87. Tracy McGrady skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Houston og Yao Ming var einnig með 22 stig, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee.Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi og hirti auk þess 16 fráköst þegar Utah lagði Washington 103-97 á heimavelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Utah var á tíma 11 stigum undir í síðari hálfleiknum, en vann í nótt 16. leikinn á tímabilinu eftir að hafa verið meira en 10 stigum undir á tímapunkti í leiknum. Gilbert Arenas skoraði 32 stig fyrir Washington, sem lauk fimm leikja keppnisferðalagi um Vesturdeildina 1-4. Eddie Jordan þjálfari Washington var rekinn af velli með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara í síðari hálfleik. Deron Williams skoraði 16 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Utah, sem þegar hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.Phoenix vann sannfærandi sigur á botnliði Memphis 105-87 á heimavelli. Raja Bell skoraði 29 stig fyrir Phoenix og hitti úr 6 af 8 þristum sínum. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Pau Gasol var bestur hjá Memphis með 21 stig og hirti 10 fráköst.San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 126-89. Tim Duncan, Tony Parker og Michael Finley skoruðu 20 stig hver og Manu Ginobili skoraði 17. Baron Davis skoraði 17 stig fyrir Golden State. San Antonio hitti úr 60% skota sinna í leiknum og 59% þriggja stiga skota. Hér er ótalinn leikur Detroit og Denver sem fram fór í nótt, en honum voru gerð sérstök skil í frétt hér á Vísi þar sem Rasheed Wallace tryggði Detroit ævintýralegan sigur.
NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira