Wallace tryggði framlengingu með skoti frá miðju 27. mars 2007 04:28 Rasheed Wallace var bænheyrður í nótt NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. "Ég sagði strákunum að furðulegri hlutir hefðu gerst og því ekki að reyna eitthvað fáránlegt," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit í leikhléinu þegar 1,5 sekúndur voru til leiksloka og hans menn þremur stigum undir. Sá hafði rétt fyrir sér. Marcus Camby tók innkastið fyrir Denver, en Tayshaun Prince náði að blaka boltanum úr höndum mótherja síns. Wallace hugsaði sig ekki um tvisvar og grýtti boltanum í átt að körfunni vel inni á eigin vallarhemingi. Skotið fór í spjaldið og ofan í. "Ég tek oft svona skot fyrir leiki og þetta small niður hjá mér. Það er ekki eins og við höfum verið að vinna meistaratitilinn eða eitthvað," sagði Wallace þurrlega þegar hann var spurður út í skotið. Hann sagði félögum sínum í liðinu að hann hefði ætlað að skjóta í spjaldið og ofan í. Þeir bauluðu á hann þegar hann hélt því fram við viðmælanda sinn eftir leikinn. "Jæja þá, ég er að ljúga - en mér er sama - það dugði." Wallace átti svo stóran þátt í sigri Detroit og setti aðra hefðbundna þriggja stiga körfu í framlengingunni. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokin, en skotið geigaði. Rip Hamilton og Chris Webber hjá Detroit misstu af leiknum vegna flensu. Chauncey Billups skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Detroit í leiknum, Wallace skoraði 22 stig og Antonio McDyess skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby var bestur hjá Denver með 24 stig og 13 fráköst og Nene var með 21 stig og hirti 17 fráköst. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu aðeins 29 stig samanlagt og hittu úr 11 af 33 skotum. "Við gætum gefið honum 100 svona skot og hann myndi ekki hitta úr einu einasta þeirra, en hann setti þetta niður. Mínir menn hefðu sannarlega geta spilað betur úr innkastinu þarna í lokin, en það þýðir ekki að gagnrýna menn þegar þeir fá svona ótrúlegt skot í andlitið. Þetta var bara heppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. "Ég sagði strákunum að furðulegri hlutir hefðu gerst og því ekki að reyna eitthvað fáránlegt," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit í leikhléinu þegar 1,5 sekúndur voru til leiksloka og hans menn þremur stigum undir. Sá hafði rétt fyrir sér. Marcus Camby tók innkastið fyrir Denver, en Tayshaun Prince náði að blaka boltanum úr höndum mótherja síns. Wallace hugsaði sig ekki um tvisvar og grýtti boltanum í átt að körfunni vel inni á eigin vallarhemingi. Skotið fór í spjaldið og ofan í. "Ég tek oft svona skot fyrir leiki og þetta small niður hjá mér. Það er ekki eins og við höfum verið að vinna meistaratitilinn eða eitthvað," sagði Wallace þurrlega þegar hann var spurður út í skotið. Hann sagði félögum sínum í liðinu að hann hefði ætlað að skjóta í spjaldið og ofan í. Þeir bauluðu á hann þegar hann hélt því fram við viðmælanda sinn eftir leikinn. "Jæja þá, ég er að ljúga - en mér er sama - það dugði." Wallace átti svo stóran þátt í sigri Detroit og setti aðra hefðbundna þriggja stiga körfu í framlengingunni. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokin, en skotið geigaði. Rip Hamilton og Chris Webber hjá Detroit misstu af leiknum vegna flensu. Chauncey Billups skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Detroit í leiknum, Wallace skoraði 22 stig og Antonio McDyess skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby var bestur hjá Denver með 24 stig og 13 fráköst og Nene var með 21 stig og hirti 17 fráköst. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu aðeins 29 stig samanlagt og hittu úr 11 af 33 skotum. "Við gætum gefið honum 100 svona skot og hann myndi ekki hitta úr einu einasta þeirra, en hann setti þetta niður. Mínir menn hefðu sannarlega geta spilað betur úr innkastinu þarna í lokin, en það þýðir ekki að gagnrýna menn þegar þeir fá svona ótrúlegt skot í andlitið. Þetta var bara heppni," sagði George Karl, þjálfari Denver.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum