Hættulegasta kona Þýskalands gengur laus 25. mars 2007 12:45 Birgiette Monhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, var látin laus úr fangelsi í Þýskalandi í dag. Þar hefur hún mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Henni var á árum áður lýst sem einni hættulegustu konu Þýskalands enda hlaut hún fimmfaldan lífstíðardóm fyrir morð og hryðjuverk. Það voru þau Andreas Baader og Ulrike Meinhof sem stofnuðu Baader-Meinhof hryðjuverkahópinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Hópurinn spratt úr grasrót stúdentamótmæla og andstöðu við Víetnamstríðið. Ulrike og Andreas fyrirfóru sér þegar þau voru handtekin árið 1977 en Mohnhaupt var fulltrúi annarar kynslóðar í hryðjuverkasamtökunum. Árið 1982 var Mohnhaupt handtekin og síðan dæmd í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, morð og hermdarverk. Meðal glæpa voru ránið á Hans-Martin Schleyer, formanni vestur-þýska alþýðusambandsins, árið 1977 en það vakti óhug um reiði um allt land. Þess var krafist að stofnendur Rauðu herdeildanna, sem voru fangelsaðir 1972, yrðu látnir lausir í skiptum fyrir hann. Helmut Schmidt, þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, varð ekki við þeirri kröfu og þá rændu arabískir bandamenn þeirra farþegaþotu Lufthansa sem var á leið til Sómalíu. Þýskum sérsveitarmönnum tókst að frelsa gíslana. Skömmu síðar fannst lík Schleyers í skotti á bíl í Frakklandi. Dómari úrskurðaðið í síðasta mánuði að Monhaupt skyldi látin laus. Forsendur reynslulausnar væru uppfylltar og skýrt tekið fram að ekki væri um náðun að ræða. Mohnhaupt væri ekki talin ógn við umhverfi sitt lengur þó hún iðrist einskis og hafi á sínum tíma verið sögð illskan holdi klædd og hættulegasta kona Þýskalands. Hún mun þó hafa viðurkennt að tími vopnaðrar baráttu væri liðinn og gert sér grein fyrir þeim sársauka sem hún hafi valdið ættingjum fórnarlamba sinna. Ákvörðunin hefur verið umdeild í Þýskalandi en saksóknari segir mikilvægt að meðhöndla Mohnhaupt eins og hvern annan glæpamann. Gæta þurfi jafnræðis. Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Birgiette Monhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, var látin laus úr fangelsi í Þýskalandi í dag. Þar hefur hún mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Henni var á árum áður lýst sem einni hættulegustu konu Þýskalands enda hlaut hún fimmfaldan lífstíðardóm fyrir morð og hryðjuverk. Það voru þau Andreas Baader og Ulrike Meinhof sem stofnuðu Baader-Meinhof hryðjuverkahópinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Hópurinn spratt úr grasrót stúdentamótmæla og andstöðu við Víetnamstríðið. Ulrike og Andreas fyrirfóru sér þegar þau voru handtekin árið 1977 en Mohnhaupt var fulltrúi annarar kynslóðar í hryðjuverkasamtökunum. Árið 1982 var Mohnhaupt handtekin og síðan dæmd í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, morð og hermdarverk. Meðal glæpa voru ránið á Hans-Martin Schleyer, formanni vestur-þýska alþýðusambandsins, árið 1977 en það vakti óhug um reiði um allt land. Þess var krafist að stofnendur Rauðu herdeildanna, sem voru fangelsaðir 1972, yrðu látnir lausir í skiptum fyrir hann. Helmut Schmidt, þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, varð ekki við þeirri kröfu og þá rændu arabískir bandamenn þeirra farþegaþotu Lufthansa sem var á leið til Sómalíu. Þýskum sérsveitarmönnum tókst að frelsa gíslana. Skömmu síðar fannst lík Schleyers í skotti á bíl í Frakklandi. Dómari úrskurðaðið í síðasta mánuði að Monhaupt skyldi látin laus. Forsendur reynslulausnar væru uppfylltar og skýrt tekið fram að ekki væri um náðun að ræða. Mohnhaupt væri ekki talin ógn við umhverfi sitt lengur þó hún iðrist einskis og hafi á sínum tíma verið sögð illskan holdi klædd og hættulegasta kona Þýskalands. Hún mun þó hafa viðurkennt að tími vopnaðrar baráttu væri liðinn og gert sér grein fyrir þeim sársauka sem hún hafi valdið ættingjum fórnarlamba sinna. Ákvörðunin hefur verið umdeild í Þýskalandi en saksóknari segir mikilvægt að meðhöndla Mohnhaupt eins og hvern annan glæpamann. Gæta þurfi jafnræðis.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira