Kobe með yfir 50 stig fjórða leikinn í röð 24. mars 2007 11:06 Kobe Bryant er kóngurinn í LA um þessar mundir. MYND/Getty Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. Í síðustu fjórum leikjum hefur Bryant skorað 65, 50, 60 og nú 50 stig, eða rúm 56 stig að meðaltali í leik. Körfuboltasérfræðingar ytra eru dolfallnir yfir spilamennsku Kobe og velta fyrir sér hvað valdi því að hann taki upp á þessu nú, eftir að hafa spilað “af eðlilegri getu” lengst af það sem af er tímabils. “Ég held að leikbannið sem hann fékk fyrir tveimur vikum hafi valdið hugarfarsbreytingu hjá Kobe,” segir Phil Jackson, þjálfari Lakers, en bannið fékk Kobe fyrir að slá til Mario Jaric hjá Minnesota. Kobe fékk eins leiks bann og segir hann sjálfur að þjálfari sinn hafi jafnvel rétt fyrir sér. “Fólk var farið að tala um að ég væri “dirty” leikmaður og mér fannast það hreinlega móðgandi. Nú er fólk farið að tala öðruvísi um mig og það er notaleg tilfinning,” sagði Kobe eftir leikinn í nótt. Wilt Camberlain á metið yfir flesta leiki í röð með yfir 50 stig skoruð – og má telja að það met verði seint slegið. Chamberlain skoraði 50 stig í sjö leikjum í röð keppnistímabilið 1961-1962. San Antonio marði Detroit á heimavelli sínum í nótt, 90-89. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Racheed Wallace var með 21 stig fyrir Detroit. Dallas átti í litlum erfiðleikum með að leggja Boston af velli og urðu lokatölur 109-95. Jason Terry var atkvæðamestur Dallas, skoraði 29 stig. Þetta var fimmti sigurleikur Dallas í röð. LA Clippers burstaði Utah, 104-72, og það sama gerði Toronto við Denver á heimavelli þar sem lokatölur urðu 121-94. Þá steinlágu meistarar Miami fyrir Indiana, 95-70. Til marks um hversu lélegir Miami voru í leiknum má nefna að Shaquille O´Neal var stigahæsti maður liðsins – með 13 stig. NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. Í síðustu fjórum leikjum hefur Bryant skorað 65, 50, 60 og nú 50 stig, eða rúm 56 stig að meðaltali í leik. Körfuboltasérfræðingar ytra eru dolfallnir yfir spilamennsku Kobe og velta fyrir sér hvað valdi því að hann taki upp á þessu nú, eftir að hafa spilað “af eðlilegri getu” lengst af það sem af er tímabils. “Ég held að leikbannið sem hann fékk fyrir tveimur vikum hafi valdið hugarfarsbreytingu hjá Kobe,” segir Phil Jackson, þjálfari Lakers, en bannið fékk Kobe fyrir að slá til Mario Jaric hjá Minnesota. Kobe fékk eins leiks bann og segir hann sjálfur að þjálfari sinn hafi jafnvel rétt fyrir sér. “Fólk var farið að tala um að ég væri “dirty” leikmaður og mér fannast það hreinlega móðgandi. Nú er fólk farið að tala öðruvísi um mig og það er notaleg tilfinning,” sagði Kobe eftir leikinn í nótt. Wilt Camberlain á metið yfir flesta leiki í röð með yfir 50 stig skoruð – og má telja að það met verði seint slegið. Chamberlain skoraði 50 stig í sjö leikjum í röð keppnistímabilið 1961-1962. San Antonio marði Detroit á heimavelli sínum í nótt, 90-89. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Racheed Wallace var með 21 stig fyrir Detroit. Dallas átti í litlum erfiðleikum með að leggja Boston af velli og urðu lokatölur 109-95. Jason Terry var atkvæðamestur Dallas, skoraði 29 stig. Þetta var fimmti sigurleikur Dallas í röð. LA Clippers burstaði Utah, 104-72, og það sama gerði Toronto við Denver á heimavelli þar sem lokatölur urðu 121-94. Þá steinlágu meistarar Miami fyrir Indiana, 95-70. Til marks um hversu lélegir Miami voru í leiknum má nefna að Shaquille O´Neal var stigahæsti maður liðsins – með 13 stig.
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira