
Erlent
Slys um borð í breskum kjarnorkukafbát
Tveir meðlimir breska sjóhersins létu lífið í slysi um borð í kjarnorkukafbáti rétt í þessu. Ekki er vitað hvernig slysið varð. Bresk stjórnvöld hafa þó fullyrt að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á starfsemi kjarnaofnsins um borð í bátnum og að engin hætta stafi því af honum. Ef að kjarnaofninn hefði orðið fyrir tjóni hefðu verið miklar líkur á umhverfisslysi í kjölfarið.