Kobe Bryant orðinn stigahæstur á ný 19. mars 2007 16:33 Kobe Bryant er aftur orðinn stigahæsti leikmaðurinn í NBA deildinni með 30 stig að meðaltali, en hann varð stigakóngur á síðustu leiktíð með fádæma yfirburðum NordicPhotos/GettyImages Kobe Bryant er nú kominn með hæsta meðaltalið í stigaskorun í NBA deildinni í fyrsta skipti í vetur eftir að hann skoraði 115 stig í síðustu tveimur leikjum. Carmelo Anthony hjá Denver hafði verið stigahæstur í deildinni síðan 18. nóvember, en nú er Bryant kominn upp í 30 stig að meðaltali í leik á meðan Anthony er með 29,8 stig að meðaltali. "Við höfum ákveðið að láta Kobe vera grimmari í stigaskorun fyrr í leikjunum framvegis í stað þess að hann bíði með það þangað til í síðari hálfleiknum eins og verið hefur til þessa. Við vildum prófa þessa aðferð sem við höfum verið að beita í vetur, en okkur gafst bara ekki tími til að fullkomna hana," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég hef ákveðið að vera dálítið grimmari á báðum endum vallarins og það er mikilvægt fyrir mig að sýna öðrum leikmönnum liðsins hvað til þarf þegar við erum komnir á þennan tímapunkt á tímabilinu," sagði Bryant og vísaði til þess að nú fer að styttast í úrslitakeppnina. "Annars gerir endurkoma þeirra Lamar Odom og Luke Walton lífið miklu auðveldara fyrir mig, því þeir eru útsjónarsamir og góðir sendingamenn og endurkoma þeirra í liðið gerir það að verkum að lið geta ekki einblínt jafn mikið á að stöðva mig í sóknarleiknum," sagði Bryant. Gilbert Arenas hjá Washington Wizards er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar með 28,9 stig að meðaltali, Dwyane Wade hjá Miami fjórði með 28,8 stig og Allen Iverson hjá Denver kemur fjórði með 28 stig. Kevin Garnett hjá Minnesota er efstur í fráköstum með 12,6 að meðaltali, Tyson Chandler hjá New Orleans annar með 12,4 og Dwight Howard hjá Orlando hirðir að meðaltali 12,1 frákast í leik. Fjórði er Emeka Okafor hjá Charlotte með 11,7 og Marcus Camby hjá Denver er með 11,6 fráköst. Steve Nash hjá Phoenix er langefstur í stoðsendingum með 11,6 að meðaltali, Deron Williams hjá Utah er með 9,3, Jason Kidd hjá New Jersey er með 9,1 og Chris Paul hjá New Orleans gefur 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Marcus Camby hjá Denver ver flest skot í deildinni að meðaltali 3,16, Jermaine O´Neal hjá Indiana 2,89 og Josh Smith hjá Atlanta 2,85. Ron Artest hjá Sacramento leiðir deildina í stolnum boltum með 2,23, Caron Butler hjá Washington er með 2,10 og Andre Iguodala hjá Philadelphia stelur 2,06 boltum í leik. NBA Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Kobe Bryant er nú kominn með hæsta meðaltalið í stigaskorun í NBA deildinni í fyrsta skipti í vetur eftir að hann skoraði 115 stig í síðustu tveimur leikjum. Carmelo Anthony hjá Denver hafði verið stigahæstur í deildinni síðan 18. nóvember, en nú er Bryant kominn upp í 30 stig að meðaltali í leik á meðan Anthony er með 29,8 stig að meðaltali. "Við höfum ákveðið að láta Kobe vera grimmari í stigaskorun fyrr í leikjunum framvegis í stað þess að hann bíði með það þangað til í síðari hálfleiknum eins og verið hefur til þessa. Við vildum prófa þessa aðferð sem við höfum verið að beita í vetur, en okkur gafst bara ekki tími til að fullkomna hana," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég hef ákveðið að vera dálítið grimmari á báðum endum vallarins og það er mikilvægt fyrir mig að sýna öðrum leikmönnum liðsins hvað til þarf þegar við erum komnir á þennan tímapunkt á tímabilinu," sagði Bryant og vísaði til þess að nú fer að styttast í úrslitakeppnina. "Annars gerir endurkoma þeirra Lamar Odom og Luke Walton lífið miklu auðveldara fyrir mig, því þeir eru útsjónarsamir og góðir sendingamenn og endurkoma þeirra í liðið gerir það að verkum að lið geta ekki einblínt jafn mikið á að stöðva mig í sóknarleiknum," sagði Bryant. Gilbert Arenas hjá Washington Wizards er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar með 28,9 stig að meðaltali, Dwyane Wade hjá Miami fjórði með 28,8 stig og Allen Iverson hjá Denver kemur fjórði með 28 stig. Kevin Garnett hjá Minnesota er efstur í fráköstum með 12,6 að meðaltali, Tyson Chandler hjá New Orleans annar með 12,4 og Dwight Howard hjá Orlando hirðir að meðaltali 12,1 frákast í leik. Fjórði er Emeka Okafor hjá Charlotte með 11,7 og Marcus Camby hjá Denver er með 11,6 fráköst. Steve Nash hjá Phoenix er langefstur í stoðsendingum með 11,6 að meðaltali, Deron Williams hjá Utah er með 9,3, Jason Kidd hjá New Jersey er með 9,1 og Chris Paul hjá New Orleans gefur 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Marcus Camby hjá Denver ver flest skot í deildinni að meðaltali 3,16, Jermaine O´Neal hjá Indiana 2,89 og Josh Smith hjá Atlanta 2,85. Ron Artest hjá Sacramento leiðir deildina í stolnum boltum með 2,23, Caron Butler hjá Washington er með 2,10 og Andre Iguodala hjá Philadelphia stelur 2,06 boltum í leik.
NBA Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira