Denver valtaði yfir Phoenix 18. mars 2007 14:05 Steve Nash og félagar í Phoenix réðu ekkert við Allen Iverson í nótt, en hann skoraði 44 stig og hitti úr 16 af 22 skotum sínum NordicPhotos/GettyImages Nokkur óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver rótburstaði Phoenix, Boston hélt upp á dag heilags Patreks með fyrsta sigri sínum í San Antonio í 18 ár og Chicago tapaði fyrir Memphis. Þá vann Cleveland 8. leikinn í röð og Indiana afstýrði vafasömu meti þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í 12 leikjum. Denver fór hamförum gegn Phoenix og sigraði 131-103. Allen Iverson skoraði 44 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Leandro Barbosa skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix hefur nú tapað tveimur leikjum í röð - með samtals 46 stigum - síðan liðið vann frækinn sigur á Dallas í tvíframlengdum leik í vikunni. Denver vann fjórða leikinn í röð og er nú að fara á erfiða keppnisferð. San Antonio tapaði fyrir Boston á heimavelli í fyrsta skipti í 18 ár þegar liðið lá 91-85 fyrir þeim grænklæddu. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston og Tony Parker sömuleiðis fyrir San Antonio. Cleveland vann áttunda leikinn í röð þegar það skellti Utah á heimavelli 82-73. Þetta var fjórða tap Utah á fimm dögum á keppnisferð um austurströndina. Carlos Boozer lék sinn fyrsta leik í Cleveland síðan hann fór frá liðinu árið 2004 og skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst, En LeBron James skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Cleveland. Chicago tapaði fyrir Memphis 104-103. Ben Gordon skoraði 33 stig fyrir Chicago en Mike MIller skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis - sem vann aðeins 17. leik sinn í vetur. Indiana afstýrði 12. tapinu í röð með sigri á Atlanta á heimavelli 113-90, en tap hefði þýtt vafasamt félagsmet. Troy Murphy skoraði 22 stig fyrir Indiana. Sacramento stöðvaði taphrinu sína með sigri í Orlando 95-83. Kevin Martin skoraði 20 stig fyrir Sacramento en Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Washington skaut New Orleans í kaf 125-103 þar sem Gilbert Arenas skoraði 30 stig og setti niður tvær fjögurra stiga sóknir í leiknum þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti -sem hann setti niður. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir New Orleans. Loks vann Golden State nauman sigur á Seattle á útivelli 99-98 í æsispennandi leik á NBA TV þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu Golden State skömmu fyrir leikslok. Jason Richardson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Ray Allen setti 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23 stig. NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Nokkur óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver rótburstaði Phoenix, Boston hélt upp á dag heilags Patreks með fyrsta sigri sínum í San Antonio í 18 ár og Chicago tapaði fyrir Memphis. Þá vann Cleveland 8. leikinn í röð og Indiana afstýrði vafasömu meti þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í 12 leikjum. Denver fór hamförum gegn Phoenix og sigraði 131-103. Allen Iverson skoraði 44 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Leandro Barbosa skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix hefur nú tapað tveimur leikjum í röð - með samtals 46 stigum - síðan liðið vann frækinn sigur á Dallas í tvíframlengdum leik í vikunni. Denver vann fjórða leikinn í röð og er nú að fara á erfiða keppnisferð. San Antonio tapaði fyrir Boston á heimavelli í fyrsta skipti í 18 ár þegar liðið lá 91-85 fyrir þeim grænklæddu. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston og Tony Parker sömuleiðis fyrir San Antonio. Cleveland vann áttunda leikinn í röð þegar það skellti Utah á heimavelli 82-73. Þetta var fjórða tap Utah á fimm dögum á keppnisferð um austurströndina. Carlos Boozer lék sinn fyrsta leik í Cleveland síðan hann fór frá liðinu árið 2004 og skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst, En LeBron James skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Cleveland. Chicago tapaði fyrir Memphis 104-103. Ben Gordon skoraði 33 stig fyrir Chicago en Mike MIller skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis - sem vann aðeins 17. leik sinn í vetur. Indiana afstýrði 12. tapinu í röð með sigri á Atlanta á heimavelli 113-90, en tap hefði þýtt vafasamt félagsmet. Troy Murphy skoraði 22 stig fyrir Indiana. Sacramento stöðvaði taphrinu sína með sigri í Orlando 95-83. Kevin Martin skoraði 20 stig fyrir Sacramento en Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Washington skaut New Orleans í kaf 125-103 þar sem Gilbert Arenas skoraði 30 stig og setti niður tvær fjögurra stiga sóknir í leiknum þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti -sem hann setti niður. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir New Orleans. Loks vann Golden State nauman sigur á Seattle á útivelli 99-98 í æsispennandi leik á NBA TV þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu Golden State skömmu fyrir leikslok. Jason Richardson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Ray Allen setti 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23 stig.
NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum