Mikið vetrarveður er nú í norðausturhluta Bandaríkjanna og hafa margir ferðamenn þurft að staldra við um stund. Fjölmörg flugfélög aflýstu ferðum sínum til og frá New York, Fíladelfíu og Boston. Skólum í og við New York hefur einnig verið lokað vegna veðurs.
Snjór, haglél, slydda og rigning skiptast á og búist er við því að veðrið verði áfram á þessum nótum fram á laugardagsmorgun. Í gær var veður með ágætum á svæðinu en svo snöggkólnaði síðastliðna nótt.