Óeirðir í Ungverjalandi 16. mars 2007 12:30 Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust. Ungverjar fögnuðu í gærkvöldi skammvinnu sjálfstæði Ungverjalands árið 1848. Mótmæli gegn ríkisstjórinni voru einnig haldin og blönduðust þau við fund öfgasinna og kynþáttahatar. Þar var fasistafánum flaggað og slagorð hrópuð. Meðal ræðumanna var David Irving, breskur sagnfræðingur sem hefur afneitað helför gyðinga. Hátíðar- og fundarhöld í borginni fóru friðsamlega fram þar til uppúr sauð þegar leiðtogi þjóðernissinna, Gyorgy Budahazy, var handtekinn. Hann var einn höfuðpauranna að baki uppþotum í fyrra og hafi farið hultu höfði síðan þá. Lögregla þurfti að nota táragas og vatnsdælur til að halda aftur af um þúsund snoðhausum og öfgamönnum sem létu grjóti rigna yfir lögreglu. Fimm til átta hundruð manna hópur úr röðum æsingamanna reyndi að brjóta sér leið í gegnum girðingar lögreglu og að Budahazy. Aðrir mótmælendur létu sér örlög Budahazys í léttu rúmi liggja og kröfuðst frekar afsagnar Ferencs Gyurcsanys, forsætisráðherra. Mótmælendur úr þeirra hópi höfðu fjölmennt á samkomu þar sem ráðamenn voru viðstaddir. Þar létu þeir í sér heyra og héldu því áfram fram eftir kvöldi. Á síðustu mánuðum hefur ríkisstjórn Ungverjalands hækkað skatta og þjónustugjöld. Dýrara er fyrir námsmenn að fara í háskóla og fjárframlög til ýmissa atvinnugreina hafa verið lækkuð. Gyurcsany hefur verið í vandræðum síðan í september síðastliðnum þegar hann varð uppvís að því að hafa logið um efnahag landsins til að tryggja það að stjórn hans héldi velli í þingkosningum í apríl í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust. Ungverjar fögnuðu í gærkvöldi skammvinnu sjálfstæði Ungverjalands árið 1848. Mótmæli gegn ríkisstjórinni voru einnig haldin og blönduðust þau við fund öfgasinna og kynþáttahatar. Þar var fasistafánum flaggað og slagorð hrópuð. Meðal ræðumanna var David Irving, breskur sagnfræðingur sem hefur afneitað helför gyðinga. Hátíðar- og fundarhöld í borginni fóru friðsamlega fram þar til uppúr sauð þegar leiðtogi þjóðernissinna, Gyorgy Budahazy, var handtekinn. Hann var einn höfuðpauranna að baki uppþotum í fyrra og hafi farið hultu höfði síðan þá. Lögregla þurfti að nota táragas og vatnsdælur til að halda aftur af um þúsund snoðhausum og öfgamönnum sem létu grjóti rigna yfir lögreglu. Fimm til átta hundruð manna hópur úr röðum æsingamanna reyndi að brjóta sér leið í gegnum girðingar lögreglu og að Budahazy. Aðrir mótmælendur létu sér örlög Budahazys í léttu rúmi liggja og kröfuðst frekar afsagnar Ferencs Gyurcsanys, forsætisráðherra. Mótmælendur úr þeirra hópi höfðu fjölmennt á samkomu þar sem ráðamenn voru viðstaddir. Þar létu þeir í sér heyra og héldu því áfram fram eftir kvöldi. Á síðustu mánuðum hefur ríkisstjórn Ungverjalands hækkað skatta og þjónustugjöld. Dýrara er fyrir námsmenn að fara í háskóla og fjárframlög til ýmissa atvinnugreina hafa verið lækkuð. Gyurcsany hefur verið í vandræðum síðan í september síðastliðnum þegar hann varð uppvís að því að hafa logið um efnahag landsins til að tryggja það að stjórn hans héldi velli í þingkosningum í apríl í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira