MP Fjárfestingarbanki skilaði 1.315 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 613 milljóna króna hagnað ári fyrr. Þetta er methagnaður í sögu bankans.
Í ársuppgjöri bankans kemur fram að eigið fé bankans í árslok nam 5.077 milljónum króna samanborið við 3.347 milljónir króna í byrjun ársins. Hækkunin nemur 152 prósentum á tímabilinu. Þá nam eiginfjárhlutfall 19,2 prósentum í árslok miðað við 28,5 prósent í byrjun árs. Arðsemi eigin fjár jafngilti 39,6 prósenta ákvöxtun á ársgrundvelli.
Aðalfundur MP Fjárfestingarbanka verður haldinn í lok mars. Stjórn félagsins mun leggja fram tillögu um að greiddur verði 18 prósenta arður eða 192,6 milljónir króna. Það svarar til 14,6 prósenta af hagnaði ársins.