Cleveland vann sjöunda leikinn í röð 15. mars 2007 04:43 LeBron James sneri aftur í lið Cleveland í auðveldum sigri á Memphis í beinni á NBA TV NordicPhotos/GettyImages Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð þegar liðið skellti Memphis á útivelli og þá tapaði Indiana 11. leiknum í röð. Indiana tapaði 11. leiknum í röð þegar liðið lá 112-96 fyrir Washington á heimavelli. Jermaine O´Neal sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington. Chicago vann nauman útisigur á Philadelphia 88-87 þar sem heimamenn köstuðu frá sér sigrinum með mistökum á síðustu sekúndunum. Luol Deng skoraði 20 stig fyrir Chicago en Andre Iguodala skoraði 19 fyrir Philadelphia. Þetta var fjórði sigur Chicago í röð. Charlotte lagði Sacramento 111-108. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte og Sean May skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur í leiknum - þær fyrstu á tveggja ára ferli sínum í NBA deildinni. Síðari þristurinn hans innsiglaði sigur Charlotte. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð. Orlando færði Utah annað tapið í röð á tveimur dögum með 101-90 sigri á heimavelli. Utah réði ekkert við Dwight Howard sem skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Carlos Boozer skoraði 29 stig fyrir Utah. Toronto lagði New York á heimavelli 104-94. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Toronto og TJ Ford gaf 18 stoðsendingar. Stephon Marbury skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New York. Boston lagði Atlanta auðveldlega 109-88. Al Jefferson skoraði 23 stig fyrir Boston en Josh Smith skoraði 19 stig fyrir Atlanta. Cleveland sannfærandi útisigur á slöku liði Memphis 118-96 þar sem LeBron James sneri aftur eftir eins leiks fjarveru og skoraði 29 stig fyrir Cleveland. Rudy Gay skoraði 24 stig fyrir Memphis sem hefur aðeins unnið 16 leiki í vetur og stefnir óðfluga á að verma botnsætið í deildarkeppninni. Sigur Cleveland var sá sjöundi í röð hjá liðinu. Houston vann LA Clippers 109-105 á heimavelli. Elton Brand skoraði 37 stig fyrir Clippers en Tracy McGrady skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Houston, sem missti niður 17 stiga forystu á lokasprettinum en hékk á sínu og sigraði. Loks vann Detroit fjórða leikinn í röð á ferðalagi sínu í Vesturdeildinni þegar liðið skellti Portland 87-75. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Portland. Þá er hér ótalinn stórleikur Dallas og Phoenix, en hann var það dramatískur að hann fær sérstaka umfjöllun hér á vefnum. NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð þegar liðið skellti Memphis á útivelli og þá tapaði Indiana 11. leiknum í röð. Indiana tapaði 11. leiknum í röð þegar liðið lá 112-96 fyrir Washington á heimavelli. Jermaine O´Neal sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington. Chicago vann nauman útisigur á Philadelphia 88-87 þar sem heimamenn köstuðu frá sér sigrinum með mistökum á síðustu sekúndunum. Luol Deng skoraði 20 stig fyrir Chicago en Andre Iguodala skoraði 19 fyrir Philadelphia. Þetta var fjórði sigur Chicago í röð. Charlotte lagði Sacramento 111-108. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte og Sean May skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur í leiknum - þær fyrstu á tveggja ára ferli sínum í NBA deildinni. Síðari þristurinn hans innsiglaði sigur Charlotte. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð. Orlando færði Utah annað tapið í röð á tveimur dögum með 101-90 sigri á heimavelli. Utah réði ekkert við Dwight Howard sem skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Carlos Boozer skoraði 29 stig fyrir Utah. Toronto lagði New York á heimavelli 104-94. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Toronto og TJ Ford gaf 18 stoðsendingar. Stephon Marbury skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New York. Boston lagði Atlanta auðveldlega 109-88. Al Jefferson skoraði 23 stig fyrir Boston en Josh Smith skoraði 19 stig fyrir Atlanta. Cleveland sannfærandi útisigur á slöku liði Memphis 118-96 þar sem LeBron James sneri aftur eftir eins leiks fjarveru og skoraði 29 stig fyrir Cleveland. Rudy Gay skoraði 24 stig fyrir Memphis sem hefur aðeins unnið 16 leiki í vetur og stefnir óðfluga á að verma botnsætið í deildarkeppninni. Sigur Cleveland var sá sjöundi í röð hjá liðinu. Houston vann LA Clippers 109-105 á heimavelli. Elton Brand skoraði 37 stig fyrir Clippers en Tracy McGrady skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Houston, sem missti niður 17 stiga forystu á lokasprettinum en hékk á sínu og sigraði. Loks vann Detroit fjórða leikinn í röð á ferðalagi sínu í Vesturdeildinni þegar liðið skellti Portland 87-75. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Portland. Þá er hér ótalinn stórleikur Dallas og Phoenix, en hann var það dramatískur að hann fær sérstaka umfjöllun hér á vefnum.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum