Tvö þúsund manns ganga nú fylktu liði frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn að Norðurbrú og krefjast þess að nýtt Ungdómshús verði reist á þeim slóðum í stað hússins umdeilda sem stóð við Jagtvejen og var rifið í vikunni. Mótmælin eru friðsamleg en lögregla hefur uppi mikinn viðbúnað.
Í sms-skeytum sem gengið hafa á milli stuðningsmanna hússins eru mótmælendur hvattir til að brenna Kaupmannahöfn til grunna. Nokkur mannsöfnuður var á Norðurbrú í nótt og handtók lögreglan 37 fyrir spellvirki.