Biðlar til nágrannanna 10. mars 2007 13:15 Á fjölþjóðlegri ráðstefnu um vargöldina í Írak sem hófst í Bagdad í morgun biðlaði Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, til nágrannaríkjanna um að aðstoða í baráttunni við hryðjuverkamenn. Hópur íraskra uppreisnarmanna hótar að drepa þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu yfirgefi þýskar hersveitir ekki Afganistan innan tíu daga. Íraska ríkisstjórnin stendur fyrir ráðstefnunni í Bagdad en hana sitja erindrekar Bandaríkjanna, helstu nágrannaríkja Íraks, auk fulltrúa Arababandalagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem bandarískir embættismenn funda með kollegum sínum frá Sýrlandi og Íran. Bandarísk stjórnvöld segja þessi nágranna Íraka eiga sinn þátt í að magna upp ofbeldið í landinu og neituðu til skamms tíma að ræða við þá um málið. Ástandið er hins vegar orðið svo slæmt að fá verður alla þá að samningaborðinu sem á annað borð geta aðstoðað. Ítök Írana hjá íröskum sjíum eru umtalsverð en stigvaxandi átök þeirra við súnnía eru einmitt í brennidepli á ráðstefnunni. Í setningarræðu sinni sagðist Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vonast eftir stuðningi nágranna sinna í baráttunni við þá hryðjuverkahópa sem standa fyrir skálmöldinni í landinu. Væntingar til ráðstefnunnar eru hóflegar en vonast er þó til að með henni verði stigið fyrsta skrefið í einhvers konar friðarferli og að í næsta mánuði fundi utanríkisráðherrar ríkjanna um ástandið. Um svipað leyti og ráðstefnan var sett birtu arabísku sjónvarpsstöðvarnar al-Arabiya og al-Jazeera myndband sem sagt er frá íröskum andspyrnuhópi sem kallar sig "Örvar réttlætisins". Á myndbandinu hóta talsmenn hans að myrða þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu kalli Þjóðverjar ekki hersveitir sínar heim frá Afganistan innan tíu daga. Þýsk stjórnvöld hafa ekki viljað staðfesta hvort fólkið í myndbandinu sé Hannelore Krause og uppkominn sonur hennar sem talið er að hafi verið rænt í Írak á dögunum. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Á fjölþjóðlegri ráðstefnu um vargöldina í Írak sem hófst í Bagdad í morgun biðlaði Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, til nágrannaríkjanna um að aðstoða í baráttunni við hryðjuverkamenn. Hópur íraskra uppreisnarmanna hótar að drepa þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu yfirgefi þýskar hersveitir ekki Afganistan innan tíu daga. Íraska ríkisstjórnin stendur fyrir ráðstefnunni í Bagdad en hana sitja erindrekar Bandaríkjanna, helstu nágrannaríkja Íraks, auk fulltrúa Arababandalagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem bandarískir embættismenn funda með kollegum sínum frá Sýrlandi og Íran. Bandarísk stjórnvöld segja þessi nágranna Íraka eiga sinn þátt í að magna upp ofbeldið í landinu og neituðu til skamms tíma að ræða við þá um málið. Ástandið er hins vegar orðið svo slæmt að fá verður alla þá að samningaborðinu sem á annað borð geta aðstoðað. Ítök Írana hjá íröskum sjíum eru umtalsverð en stigvaxandi átök þeirra við súnnía eru einmitt í brennidepli á ráðstefnunni. Í setningarræðu sinni sagðist Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vonast eftir stuðningi nágranna sinna í baráttunni við þá hryðjuverkahópa sem standa fyrir skálmöldinni í landinu. Væntingar til ráðstefnunnar eru hóflegar en vonast er þó til að með henni verði stigið fyrsta skrefið í einhvers konar friðarferli og að í næsta mánuði fundi utanríkisráðherrar ríkjanna um ástandið. Um svipað leyti og ráðstefnan var sett birtu arabísku sjónvarpsstöðvarnar al-Arabiya og al-Jazeera myndband sem sagt er frá íröskum andspyrnuhópi sem kallar sig "Örvar réttlætisins". Á myndbandinu hóta talsmenn hans að myrða þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu kalli Þjóðverjar ekki hersveitir sínar heim frá Afganistan innan tíu daga. Þýsk stjórnvöld hafa ekki viljað staðfesta hvort fólkið í myndbandinu sé Hannelore Krause og uppkominn sonur hennar sem talið er að hafi verið rænt í Írak á dögunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira