Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti í kvöld yfir miklum vonbrigðum með úrskurðinn í máli fyrrum aðstoðarmanns hans, Lewis „Scooter" Libby. Libby var í dag fundinn sekur um að hafa logið að alríkislögreglunni og hindra rannsókn þeirra.
Hann gæti verið dæmdur í allt að 25 ára fangelsi. „Ég er mjög vonsvikinn yfir úrskurðinum." sagði í yfirlýsingu frá Cheney. „Scooter þjónaði þjóð okkar sleitulaust og mjög vel á þeim mörgu árum sem hann vann hjá hinu opinbera." sagði Cheney að lokum.