100 stiga skoteinvígi í Milwaukee 5. mars 2007 04:19 Michael Redd og Ben Gordon voru í miklu stuði í nótt og skoruðu 100 stig samanlagt. NordicPhotos/GettyImages Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum. Michael Redd skoraði 52 stig og hafði betur í skoteinvíginu, en það var Ben Gordon sem átti lokaorðið og nægðu 48 stig hans liði Chicago til sigurs. Þetta var aðeins í áttunda sinn á síðustu 30 árum sem andstæðingar skora samtals 100 stig í leik, en þess má geta að það var Kobe Bryant sem var í aðalhlutverki í síðustu tvö skipti sem það gerðist.Boston vann fjórða leikinn í röð eftir 18 töp í röð þar á undan þegar liðið lagði lánlausa úlfana í Minnesota 124-117 í tvíframlengdum maraþonleik. Ricky Davis skoraði 35 stig fyrir Minnesota og Kevin Garnett skoraði 33 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Delonte West skoraði öll 31 stig sín í síðari hálfleik og framlengingunum fyrir Boston.Gilbert Arenas tryggði Washington umdeildan 107-106 sigur á Golden State með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var nánast runninn út. Brotið var á Arenas þar sem hann keyrði upp að körfunni í blálokin og mótmælti Don Nelson þjálfari Golden State dómnum svo harkalega að hann fékk tæknivillu. Arenas hefði aðeins geta jafnað leikinn með því að hitta úr vítunum tveimur - en sökkti þeim og tæknivítinu og kláraði leikinn. Arenas skoraði 32 stig í leiknum en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State.Phoenix lagði LA Lakers á heimavelli sínum 99-94. Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Phoenix en Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers og Bryan Cook setti 22 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers. Phoenix endurheimti Shawn Marion úr meiðslum, en Lakers liðið verður að vera án Lamar Odom um óákveðinn tíma eftir að hann meiddist á öxl á dögunum - og munar um minna fyrir liðið sem á í vandræðum þessa dagana.Philadelphia gengur allt í haginn síðan liðið losaði sig við Allen Iverson og Chris Webber og í nótt vann liðið góðan sigur á New Jersey 99-86. Andre Iguodala skoraði 21 stig fyrir Philadelphia, en Bostjan Nachbar skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 85. þrennunni á ferlinum með 11 stigum, 14 fráköstum og 14 stoðsendingum. Vince Carter átti afleitan dag og hitti aðeins úr 4 skotum af 20 í leiknum. Hann endaði með 9 stig.Utah vann sannfærandi sigur á New Orleans á útivelli 108-94 í beinni á NBA TV. Þetta var fjórði sigur Utah í röð á útivelli þar sem liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah en Tyson Chandler skoraði 20 stig og hirti 19 fráköst fyrir New Orleans. Loks vann Seattle sigur á Charlotte 96-89 þar sem Ray Allen skoraði 34 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 28, en Gerald Wallace skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum. Michael Redd skoraði 52 stig og hafði betur í skoteinvíginu, en það var Ben Gordon sem átti lokaorðið og nægðu 48 stig hans liði Chicago til sigurs. Þetta var aðeins í áttunda sinn á síðustu 30 árum sem andstæðingar skora samtals 100 stig í leik, en þess má geta að það var Kobe Bryant sem var í aðalhlutverki í síðustu tvö skipti sem það gerðist.Boston vann fjórða leikinn í röð eftir 18 töp í röð þar á undan þegar liðið lagði lánlausa úlfana í Minnesota 124-117 í tvíframlengdum maraþonleik. Ricky Davis skoraði 35 stig fyrir Minnesota og Kevin Garnett skoraði 33 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Delonte West skoraði öll 31 stig sín í síðari hálfleik og framlengingunum fyrir Boston.Gilbert Arenas tryggði Washington umdeildan 107-106 sigur á Golden State með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var nánast runninn út. Brotið var á Arenas þar sem hann keyrði upp að körfunni í blálokin og mótmælti Don Nelson þjálfari Golden State dómnum svo harkalega að hann fékk tæknivillu. Arenas hefði aðeins geta jafnað leikinn með því að hitta úr vítunum tveimur - en sökkti þeim og tæknivítinu og kláraði leikinn. Arenas skoraði 32 stig í leiknum en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State.Phoenix lagði LA Lakers á heimavelli sínum 99-94. Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Phoenix en Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers og Bryan Cook setti 22 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers. Phoenix endurheimti Shawn Marion úr meiðslum, en Lakers liðið verður að vera án Lamar Odom um óákveðinn tíma eftir að hann meiddist á öxl á dögunum - og munar um minna fyrir liðið sem á í vandræðum þessa dagana.Philadelphia gengur allt í haginn síðan liðið losaði sig við Allen Iverson og Chris Webber og í nótt vann liðið góðan sigur á New Jersey 99-86. Andre Iguodala skoraði 21 stig fyrir Philadelphia, en Bostjan Nachbar skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 85. þrennunni á ferlinum með 11 stigum, 14 fráköstum og 14 stoðsendingum. Vince Carter átti afleitan dag og hitti aðeins úr 4 skotum af 20 í leiknum. Hann endaði með 9 stig.Utah vann sannfærandi sigur á New Orleans á útivelli 108-94 í beinni á NBA TV. Þetta var fjórði sigur Utah í röð á útivelli þar sem liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah en Tyson Chandler skoraði 20 stig og hirti 19 fráköst fyrir New Orleans. Loks vann Seattle sigur á Charlotte 96-89 þar sem Ray Allen skoraði 34 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 28, en Gerald Wallace skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira