GusGus á Nasa 28. febrúar 2007 12:00 Miðasala á tónleikana hefst 1. mars Hljómsveitin GusGus fagnar útgáfu breiðskífunnar FOREVER með útgáfutónleikum á NASA, laugardagskvöldið 24. mars. Þá verður ár liðið frá því sveitin spilaði síðast í Reykjavík á eftirminnilegum tónleikum sem fóru einmitt fram á NASA. Tónleikarnir eru jafnframt útgáfutónleikar hljómsveitar Petter Winnberg úr Hjálmum, Petter & The Pix, sem í lok síðasta árs gáfu út skífuna Easily Tricked. Miðasala á tónleikana hefst fimmtudaginn 1. mars, sama dag og FOREVER kemur í verslanir. Hún fer fram í verslunum Skífunnar, BT Akureyri, Egilstöðum og Selfossi og á http://www.midi.is Miðaverð er 2.000 kr í forsölu, en 2.500 kr á tónleikadag á NASA. Athugið að takmarkað magn miða er í boði í forsölu. GusGus mætir til leiks með nýtt live prógram sem í framhaldinu verður farið með til Berlín, Amsterdam, Barcelona, tónlistarhátíðarnar Glastonbury og Benecassim og víðar í Evrópu í kjölfarið á útgáfu FOREVER á meginlandinu. Það útgáfufélag GusGus, Pineapple Records - sem gefur út bæði FOREVER og Easily Tricked - sem stendur fyrir tónleikunum í samvinnu við Hr. Örlyg. GusGus GusGus var stofnuð árið 1995. Meðlimir eru Biggi Veira, Earth og President Bongo. FOREVER er fimmta stúdíó plata GusGus. Meðal gesta á plötunni eru Daníel Ágúst, sem syngur "Moss" sem nýlega kom út á smáskífu með endurhljóðböndunum frá Greg Churchill og Tim Deluxe, Páll Óskar sem syngur í lögunum "Need in Me" og "Hold You" ásamt Detroid búanum Aaron-Carl, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og prófessorinn sjálfur Ótarr Proppe, sem ælir út úr sér upphafsorðum plötunnar "Forever". FOREVER inniheldur einnig lagið "If You Don't Jump Your English" sem inniheldur kunnuglegt stef úr lagi Purks Pilnikks. FOREVER er gefin út af Pineapple Records, Smekkleysa sér um dreifingu plötunnar hérlendis. Petter & The Pix Petter & The Pix er skipuð Petter Winnberg (gítar, söngur) sem áður var í reggí hljómsveitinni Hjálmar, Mike Svensson (hljómborð), Andreas Gabrielsson (bassi) og Nils Törnqvist (trommur). Plata þeirra Easily Tricked kom út 15. desember hjá Pineapple Records, en Smekkleysa sér um drefingu plötunnar hérlendis. Tónleikar Petter & The Pix á NASA eru fyrstu tónleikar sveitarinnar hérlendis síðan hún kom fram á tónlistarhátíðinni Vorblót - Rite of Spring síðasta vor. Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin GusGus fagnar útgáfu breiðskífunnar FOREVER með útgáfutónleikum á NASA, laugardagskvöldið 24. mars. Þá verður ár liðið frá því sveitin spilaði síðast í Reykjavík á eftirminnilegum tónleikum sem fóru einmitt fram á NASA. Tónleikarnir eru jafnframt útgáfutónleikar hljómsveitar Petter Winnberg úr Hjálmum, Petter & The Pix, sem í lok síðasta árs gáfu út skífuna Easily Tricked. Miðasala á tónleikana hefst fimmtudaginn 1. mars, sama dag og FOREVER kemur í verslanir. Hún fer fram í verslunum Skífunnar, BT Akureyri, Egilstöðum og Selfossi og á http://www.midi.is Miðaverð er 2.000 kr í forsölu, en 2.500 kr á tónleikadag á NASA. Athugið að takmarkað magn miða er í boði í forsölu. GusGus mætir til leiks með nýtt live prógram sem í framhaldinu verður farið með til Berlín, Amsterdam, Barcelona, tónlistarhátíðarnar Glastonbury og Benecassim og víðar í Evrópu í kjölfarið á útgáfu FOREVER á meginlandinu. Það útgáfufélag GusGus, Pineapple Records - sem gefur út bæði FOREVER og Easily Tricked - sem stendur fyrir tónleikunum í samvinnu við Hr. Örlyg. GusGus GusGus var stofnuð árið 1995. Meðlimir eru Biggi Veira, Earth og President Bongo. FOREVER er fimmta stúdíó plata GusGus. Meðal gesta á plötunni eru Daníel Ágúst, sem syngur "Moss" sem nýlega kom út á smáskífu með endurhljóðböndunum frá Greg Churchill og Tim Deluxe, Páll Óskar sem syngur í lögunum "Need in Me" og "Hold You" ásamt Detroid búanum Aaron-Carl, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og prófessorinn sjálfur Ótarr Proppe, sem ælir út úr sér upphafsorðum plötunnar "Forever". FOREVER inniheldur einnig lagið "If You Don't Jump Your English" sem inniheldur kunnuglegt stef úr lagi Purks Pilnikks. FOREVER er gefin út af Pineapple Records, Smekkleysa sér um dreifingu plötunnar hérlendis. Petter & The Pix Petter & The Pix er skipuð Petter Winnberg (gítar, söngur) sem áður var í reggí hljómsveitinni Hjálmar, Mike Svensson (hljómborð), Andreas Gabrielsson (bassi) og Nils Törnqvist (trommur). Plata þeirra Easily Tricked kom út 15. desember hjá Pineapple Records, en Smekkleysa sér um drefingu plötunnar hérlendis. Tónleikar Petter & The Pix á NASA eru fyrstu tónleikar sveitarinnar hérlendis síðan hún kom fram á tónlistarhátíðinni Vorblót - Rite of Spring síðasta vor.
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira