BA og Goldman Sachs ekki í yfirtökuhugleiðingum 16. febrúar 2007 13:33 Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR. Það var viðskiptaveitan BusinessWeek sem fyrst greindi frá því að fjárfestar hefðu hug á að gera yfirtökutilboð í AMR. Fréttin keyrði gengi bréfa í AMR upp og hefur það ekki staðið hærra í sex ár. Fréttastofa Reuters segir verðmiðann fyrir AMR geta hlaupið á bilinu 9,8 milljörðum bandaríkjadala til 11,1 milljarðs. Það jafngildir 661,5 til tæplega 750 milljörðum íslenskra króna. Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að gengi bréfa í AMR hafi farið úr 38,05 dölu á hlut í 41,99 dali í gær. Sé talið að yfirtökuverðið sé á bilinu 46 til 52 dali á hlut. Deildin segir ekki vitað hvert meðalkaupverð hluta FL Group í AMR hafi verið en áætlar að það hafi hlaupið á um 28 til 29 bandaríkjadölum á hlut. FL Group greiddi um 27,6 milljarða íslenskra króna fyrir hlutinn, að sögn Glitnis. Deildin bendir ennfremur á að við lokun markaða í gær hafði AMR hækkað um 25,9 prósent á árinu. Að meðtalinni 10 prósenta hækkun á eftirmarkaði í gær hefur það hins vegar hækkað um 38,9 prósent. Eignarhlutur FL Group hefur að sama skapi hækkað um 10,7 milljarða krónur það sem af er ári. Hækkun á gengi bréfa í FL Group hefur gengið nokkuð til baka eftir því sem liðið hefur á daginn og nam hún um tvöleytið rétt um 1,91 prósenti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR. Það var viðskiptaveitan BusinessWeek sem fyrst greindi frá því að fjárfestar hefðu hug á að gera yfirtökutilboð í AMR. Fréttin keyrði gengi bréfa í AMR upp og hefur það ekki staðið hærra í sex ár. Fréttastofa Reuters segir verðmiðann fyrir AMR geta hlaupið á bilinu 9,8 milljörðum bandaríkjadala til 11,1 milljarðs. Það jafngildir 661,5 til tæplega 750 milljörðum íslenskra króna. Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að gengi bréfa í AMR hafi farið úr 38,05 dölu á hlut í 41,99 dali í gær. Sé talið að yfirtökuverðið sé á bilinu 46 til 52 dali á hlut. Deildin segir ekki vitað hvert meðalkaupverð hluta FL Group í AMR hafi verið en áætlar að það hafi hlaupið á um 28 til 29 bandaríkjadölum á hlut. FL Group greiddi um 27,6 milljarða íslenskra króna fyrir hlutinn, að sögn Glitnis. Deildin bendir ennfremur á að við lokun markaða í gær hafði AMR hækkað um 25,9 prósent á árinu. Að meðtalinni 10 prósenta hækkun á eftirmarkaði í gær hefur það hins vegar hækkað um 38,9 prósent. Eignarhlutur FL Group hefur að sama skapi hækkað um 10,7 milljarða krónur það sem af er ári. Hækkun á gengi bréfa í FL Group hefur gengið nokkuð til baka eftir því sem liðið hefur á daginn og nam hún um tvöleytið rétt um 1,91 prósenti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira