Bréf í Eimskipafélaginu hækkuðu um sjö prósent á markaði í dag, og bréf Össurar um þrjú prósent. Ástæða hækkunarinnar hjá Eimskip er greining frá greiningardeild Landsbankans sem kemur út á morgun. Millifærsla var með eigin bréf félagsins vegna kaupa á Daalimpex.
Formaður stjórnar Össurar keypti þrjár milljónir hluta í Össuri á genginu 117.