Sport

Skiptir VÍK um nafn á aðalfundi í kvöld?

Vélhjólaíþróttaklúbburinn VÍK
Vélhjólaíþróttaklúbburinn VÍK

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK) verður haldinn í dag, fimmtudaginn 15. febrúar í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg kl. 20.30. Á dagskránni verða hefðbundin aðalfundarstörf s.s. skýrsla stjórnar og kosning stjórnar og nefnda.  Fyrir liggur lagabreytingartillaga um að breyta nafni VÍK úr "Vélhjólaíþróttaklúbburinn" í "Vélhjólaíþróttafélagið VÍK" og munu fundarmenn kjósa um tillöguna.  Fáist hún samþykkt mun nafni félagsins verða breytt í framhaldinu.

Á fundinum verður farið yfir allt það markverðasta sem gerðist innan starfsemi VÍK, en árið var það allra umsvifamesta í sögu félagsins. Þá geta áhugasamir gefið kost á sér í stjórn VÍK. Ennfremur verður upplýst um þau verkefni sem framundan eru, hvernig rekstri keppnisbrauta og æfingasvæða verði háttað og hvað er helst framundan. Kjörið tækifæri til að koma hugmyndum, sjónarmiðum og gagnrýni á framfæri eða til að fræðast um uppbyggingu og umgjörð íþróttarinnar.

Allir félagsmenn sem og áhugafólk um sportið er hvatt til að mæta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×