Snjóþungt víða um Evrópu 8. febrúar 2007 19:45 Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. Umferð hefur gengið hægt og illa víða á Bretlandseyjum í dag vegna snjóþyngsla. Fjölda flugvalla var lokað um tíma. Vél Iceland Express til Stansted-flugvallar í Lundúnum var beint til Manchester en síðan flogið á áfangastað rétt fyrir hádegi. Við það tafðist síðdegisflug félagsins til Englands. British Airways aflýsti ferðum sínum hingað og héðan í dag. Ekki hafa þó orðið tafir á ferðum Icelandair til og frá Heathrow. Lestarferðir á Bretlandseyjum hafa tafist og hefur lögregla hvatt Breta til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Fjölmörgum skólum var lokað í dag og spáð allt að fimmtán sentímetra jafnföllnum snjó víða. Þegar úrkoma kemur Íslendingum á óvart í byrjun vetrar hvert ár bölva ökumenn samferðamönnum sínum oft og segja þá varla kunna að aka í snjó. Ástandið virðist lítið betra í Bretlandi þegar snjóar. Dominic McLeman hjá breska vegaeftirlitinu segir að sjaldnast snjói á Bretlandi og því séu úrræði fá og tæki af skornum skammti. Hann telur fólk ekki vant að aka í svona veðri og því ekki nægilega vakandi. Fólk telji einfaldlega að það geti ekið um miðjan vetur eins og á sumardegi." En það snjóaði ótæpilega víðar en á Bretlandseyjum í dag. Í Hollandi var fannfergið sem aldrei fyrr. Umferðaröngþveiti skapaðist og lestarferðir lágu niðri. Víðar var allt að tíu sentímetra jafnfallinn snjór. Í Belgíu snjóaði ekki síður. Á meðan aðrir reyndu að berja sér leið til vinnu stöldruðu aðrir við og tóku myndir. Mustaffa er borgarstarfsmaður í Brussel. Hann segir þetta óskaveður barna. Þau komi með foreldrum sínum eða kennurum í garða og leiki sér og skemmti. Það geri þeim gott. Það sé vissulega kalt en fólk ætti ekki að kvarta yfir veðrinu. Þegar heitt sé í veðri kvarti fólk yfir hitanum, þegar það sé kalt kvarti það yfir kuldanum og þegar rigni fari það ekki að heiman. Réttast sé að njóta allra árstíðanna. Erlent Fréttir Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. Umferð hefur gengið hægt og illa víða á Bretlandseyjum í dag vegna snjóþyngsla. Fjölda flugvalla var lokað um tíma. Vél Iceland Express til Stansted-flugvallar í Lundúnum var beint til Manchester en síðan flogið á áfangastað rétt fyrir hádegi. Við það tafðist síðdegisflug félagsins til Englands. British Airways aflýsti ferðum sínum hingað og héðan í dag. Ekki hafa þó orðið tafir á ferðum Icelandair til og frá Heathrow. Lestarferðir á Bretlandseyjum hafa tafist og hefur lögregla hvatt Breta til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Fjölmörgum skólum var lokað í dag og spáð allt að fimmtán sentímetra jafnföllnum snjó víða. Þegar úrkoma kemur Íslendingum á óvart í byrjun vetrar hvert ár bölva ökumenn samferðamönnum sínum oft og segja þá varla kunna að aka í snjó. Ástandið virðist lítið betra í Bretlandi þegar snjóar. Dominic McLeman hjá breska vegaeftirlitinu segir að sjaldnast snjói á Bretlandi og því séu úrræði fá og tæki af skornum skammti. Hann telur fólk ekki vant að aka í svona veðri og því ekki nægilega vakandi. Fólk telji einfaldlega að það geti ekið um miðjan vetur eins og á sumardegi." En það snjóaði ótæpilega víðar en á Bretlandseyjum í dag. Í Hollandi var fannfergið sem aldrei fyrr. Umferðaröngþveiti skapaðist og lestarferðir lágu niðri. Víðar var allt að tíu sentímetra jafnfallinn snjór. Í Belgíu snjóaði ekki síður. Á meðan aðrir reyndu að berja sér leið til vinnu stöldruðu aðrir við og tóku myndir. Mustaffa er borgarstarfsmaður í Brussel. Hann segir þetta óskaveður barna. Þau komi með foreldrum sínum eða kennurum í garða og leiki sér og skemmti. Það geri þeim gott. Það sé vissulega kalt en fólk ætti ekki að kvarta yfir veðrinu. Þegar heitt sé í veðri kvarti fólk yfir hitanum, þegar það sé kalt kvarti það yfir kuldanum og þegar rigni fari það ekki að heiman. Réttast sé að njóta allra árstíðanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira