Exista kaupir í Sampo í Finnlandi 8. febrúar 2007 10:24 Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin. Gengi Exista hefur hækkað um 7,45 prósent í Kauphöll Íslands eftir að tilkynnt var um viðskiptin í dag. Fyrir kaupin, sem tilkynnt voru til finnsku kauphallarinnar í morgun, réð Exista yfir 25.267.053 A-hlutum í Sampo í gegnum innlend dótturfélög sín, Exista fjárfestingar ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands hefur Exista tryggt fjármögnun kaupanna með lánssamningum, útgáfu nýrra hluta, eigin bréfum og reiðufé. Í tengslum við kaupin og með hliðsjón af fyrirvörum samningsins, hefur stjórn Exista skuldbundið sig til að nýta að hluta heimild í samþykktum félagsins til að gefa út 526.652.209 nýja hluti í Exista, sem notaðir verða til greiðslu í viðskiptunum. Eftir að greiðsla hefur farið fram með nýja hluti og eigin bréfa Exista mun Tchenguiz Family Trust verða endanlegur eigandi 559.404.098 hluta í Exista, með lágmarks eignartíma í 12 mánuði. Frekari greiðslur ráðast af væntanlegum arði sem tekin verður ákvörðun um á aðalfundi í mars. Þá hefur Exista gengið frá langtíma lánssamningi við leiðandi banka á heimsvísu vegna kaupanna. Exista býr yfir fjárhagslegum styrk til þess að ráðast í þessi kaup og er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall samstæðunnar fari ekki undir 40% eftir kaupin. Viðskiptin eru m.a. háð samþykkis fjármálaeftirlitsstofnana í viðkomandi löndum. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir í tilkynningu frá félaginu að fjárfestingin sé kjölfestueign til langs tíma og endurspegli hún trú Existu á Sampo sem forystuafls á norrænum markaði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin. Gengi Exista hefur hækkað um 7,45 prósent í Kauphöll Íslands eftir að tilkynnt var um viðskiptin í dag. Fyrir kaupin, sem tilkynnt voru til finnsku kauphallarinnar í morgun, réð Exista yfir 25.267.053 A-hlutum í Sampo í gegnum innlend dótturfélög sín, Exista fjárfestingar ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands hefur Exista tryggt fjármögnun kaupanna með lánssamningum, útgáfu nýrra hluta, eigin bréfum og reiðufé. Í tengslum við kaupin og með hliðsjón af fyrirvörum samningsins, hefur stjórn Exista skuldbundið sig til að nýta að hluta heimild í samþykktum félagsins til að gefa út 526.652.209 nýja hluti í Exista, sem notaðir verða til greiðslu í viðskiptunum. Eftir að greiðsla hefur farið fram með nýja hluti og eigin bréfa Exista mun Tchenguiz Family Trust verða endanlegur eigandi 559.404.098 hluta í Exista, með lágmarks eignartíma í 12 mánuði. Frekari greiðslur ráðast af væntanlegum arði sem tekin verður ákvörðun um á aðalfundi í mars. Þá hefur Exista gengið frá langtíma lánssamningi við leiðandi banka á heimsvísu vegna kaupanna. Exista býr yfir fjárhagslegum styrk til þess að ráðast í þessi kaup og er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall samstæðunnar fari ekki undir 40% eftir kaupin. Viðskiptin eru m.a. háð samþykkis fjármálaeftirlitsstofnana í viðkomandi löndum. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir í tilkynningu frá félaginu að fjárfestingin sé kjölfestueign til langs tíma og endurspegli hún trú Existu á Sampo sem forystuafls á norrænum markaði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira