Exista kaupir í Sampo í Finnlandi 8. febrúar 2007 10:24 Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin. Gengi Exista hefur hækkað um 7,45 prósent í Kauphöll Íslands eftir að tilkynnt var um viðskiptin í dag. Fyrir kaupin, sem tilkynnt voru til finnsku kauphallarinnar í morgun, réð Exista yfir 25.267.053 A-hlutum í Sampo í gegnum innlend dótturfélög sín, Exista fjárfestingar ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands hefur Exista tryggt fjármögnun kaupanna með lánssamningum, útgáfu nýrra hluta, eigin bréfum og reiðufé. Í tengslum við kaupin og með hliðsjón af fyrirvörum samningsins, hefur stjórn Exista skuldbundið sig til að nýta að hluta heimild í samþykktum félagsins til að gefa út 526.652.209 nýja hluti í Exista, sem notaðir verða til greiðslu í viðskiptunum. Eftir að greiðsla hefur farið fram með nýja hluti og eigin bréfa Exista mun Tchenguiz Family Trust verða endanlegur eigandi 559.404.098 hluta í Exista, með lágmarks eignartíma í 12 mánuði. Frekari greiðslur ráðast af væntanlegum arði sem tekin verður ákvörðun um á aðalfundi í mars. Þá hefur Exista gengið frá langtíma lánssamningi við leiðandi banka á heimsvísu vegna kaupanna. Exista býr yfir fjárhagslegum styrk til þess að ráðast í þessi kaup og er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall samstæðunnar fari ekki undir 40% eftir kaupin. Viðskiptin eru m.a. háð samþykkis fjármálaeftirlitsstofnana í viðkomandi löndum. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir í tilkynningu frá félaginu að fjárfestingin sé kjölfestueign til langs tíma og endurspegli hún trú Existu á Sampo sem forystuafls á norrænum markaði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin. Gengi Exista hefur hækkað um 7,45 prósent í Kauphöll Íslands eftir að tilkynnt var um viðskiptin í dag. Fyrir kaupin, sem tilkynnt voru til finnsku kauphallarinnar í morgun, réð Exista yfir 25.267.053 A-hlutum í Sampo í gegnum innlend dótturfélög sín, Exista fjárfestingar ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands hefur Exista tryggt fjármögnun kaupanna með lánssamningum, útgáfu nýrra hluta, eigin bréfum og reiðufé. Í tengslum við kaupin og með hliðsjón af fyrirvörum samningsins, hefur stjórn Exista skuldbundið sig til að nýta að hluta heimild í samþykktum félagsins til að gefa út 526.652.209 nýja hluti í Exista, sem notaðir verða til greiðslu í viðskiptunum. Eftir að greiðsla hefur farið fram með nýja hluti og eigin bréfa Exista mun Tchenguiz Family Trust verða endanlegur eigandi 559.404.098 hluta í Exista, með lágmarks eignartíma í 12 mánuði. Frekari greiðslur ráðast af væntanlegum arði sem tekin verður ákvörðun um á aðalfundi í mars. Þá hefur Exista gengið frá langtíma lánssamningi við leiðandi banka á heimsvísu vegna kaupanna. Exista býr yfir fjárhagslegum styrk til þess að ráðast í þessi kaup og er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall samstæðunnar fari ekki undir 40% eftir kaupin. Viðskiptin eru m.a. háð samþykkis fjármálaeftirlitsstofnana í viðkomandi löndum. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir í tilkynningu frá félaginu að fjárfestingin sé kjölfestueign til langs tíma og endurspegli hún trú Existu á Sampo sem forystuafls á norrænum markaði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent