Bræður vilja ekki berjast 7. febrúar 2007 19:09 Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Hamada al-Ottol er 19 ára og styður Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Bróðir hans, Tahseen, er tveimur árum eldri og fylgir Hamas-samtökunum að málum. Báðir særðust þeir í sömu árásinni. Byssumenn Hamas-samtakanna réðust inn á heimili frænda þeirra þar sem Hamada var staddur. Tahseen fór þangað til að vara bróður sinn við yfirvofandi árás en náði ekki þangað í tæka tíð. Hamada kjálkabrotnaði og missti annað augað þegar sprengjubrot skall á honum. Tahseen var skotinn í magann. Fjórir féllu í árásinni, tveir úr hvorri fylkingu. Bræðurnir liggja fyrir í sitthvoru herberginu á sitthvorri hæðinni á heimili foreldra þeirra. Það varð að gera eftir að til heiftarlegra rifrilda kom milli vina þeirra úr stríðandi fylkingum. Hamada gagnrýnir Hamas-liða harðlega og segir þá aðeins verja sig og sína og ráðast gegn Fatah-liðum að mikilli hörku. Hamada bindur vonir við friðarviðræður forvígismanna fylkinganna sem nú standa yfir í Mekka í Sádí-Arabíu. Hann vonar að samkomulag náist áður en bilið milli hans og Tahseens verði ekki lengur hægt að brúa. Hamada segist hafa sagt herskáum liðsmönnum beggja fylking að allir fundir séu gagnslausir á meðan þeir beini byssum sínum gegn múslimum sem Guð hafi skapað. Fyrst verði að hreinsa öll vopn af götum úti. Bræðurnir segjast skilja þjáningar hvors annars og þeir komi aldrei til með að geta beint byssu gegn hvorum öðrum. Tahseen segir sambandið við bróður sinn gott. Ekki muni þeir rífast um fylkingar Palestínumanna og stjórnmál. Rétt sé þó að hafa í huga að allir hafi sína skoðun á stöðu mála. Móðir bræðranna segir engu skipta hvora fylkingu þeir styðji, þeir verðu jú alltaf bræður. Engu skipti hvor styðji Hamas og hvor Fatah. Hún segir að Palestínumenn eigi að skammast sín fyrir að tala á þeim nótum. Allir séu þeir bræður, synir, nágrannar eða ættingjar. Friðarviðræður stríðandi fylkinga Palestínumanna halda áfram í Mekka á morgun og hefur Abbas forseti sagt að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu fyrr en samið hafi verið um frið. Erlent Fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Hamada al-Ottol er 19 ára og styður Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Bróðir hans, Tahseen, er tveimur árum eldri og fylgir Hamas-samtökunum að málum. Báðir særðust þeir í sömu árásinni. Byssumenn Hamas-samtakanna réðust inn á heimili frænda þeirra þar sem Hamada var staddur. Tahseen fór þangað til að vara bróður sinn við yfirvofandi árás en náði ekki þangað í tæka tíð. Hamada kjálkabrotnaði og missti annað augað þegar sprengjubrot skall á honum. Tahseen var skotinn í magann. Fjórir féllu í árásinni, tveir úr hvorri fylkingu. Bræðurnir liggja fyrir í sitthvoru herberginu á sitthvorri hæðinni á heimili foreldra þeirra. Það varð að gera eftir að til heiftarlegra rifrilda kom milli vina þeirra úr stríðandi fylkingum. Hamada gagnrýnir Hamas-liða harðlega og segir þá aðeins verja sig og sína og ráðast gegn Fatah-liðum að mikilli hörku. Hamada bindur vonir við friðarviðræður forvígismanna fylkinganna sem nú standa yfir í Mekka í Sádí-Arabíu. Hann vonar að samkomulag náist áður en bilið milli hans og Tahseens verði ekki lengur hægt að brúa. Hamada segist hafa sagt herskáum liðsmönnum beggja fylking að allir fundir séu gagnslausir á meðan þeir beini byssum sínum gegn múslimum sem Guð hafi skapað. Fyrst verði að hreinsa öll vopn af götum úti. Bræðurnir segjast skilja þjáningar hvors annars og þeir komi aldrei til með að geta beint byssu gegn hvorum öðrum. Tahseen segir sambandið við bróður sinn gott. Ekki muni þeir rífast um fylkingar Palestínumanna og stjórnmál. Rétt sé þó að hafa í huga að allir hafi sína skoðun á stöðu mála. Móðir bræðranna segir engu skipta hvora fylkingu þeir styðji, þeir verðu jú alltaf bræður. Engu skipti hvor styðji Hamas og hvor Fatah. Hún segir að Palestínumenn eigi að skammast sín fyrir að tala á þeim nótum. Allir séu þeir bræður, synir, nágrannar eða ættingjar. Friðarviðræður stríðandi fylkinga Palestínumanna halda áfram í Mekka á morgun og hefur Abbas forseti sagt að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu fyrr en samið hafi verið um frið.
Erlent Fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira