Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar 293 milljónir króna

Össur er forystufyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja.
Össur er forystufyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja. MYND/Stöð 2

Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 4,3 milljóna dala hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 293 milljóna íslenskra króna samanborið við 3,1 milljóna bandaríkjadala, eða 213 milljóna króna, hagnað á sama tíma árið 2005. Tap fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2006 nam 3,7 milljónum dala, jafnvirði 252,4 milljónum króna, sem er í takt við spár greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 210 til 310 milljóna króna tapi á fjórðungnum.

Sala Össurar á síðasta ári nam 17,6 milljörðum íslenskra króna og jókst um 57 prósent á frá árinu 2005. Hagnaður af rekstri fyrirtækisins á síðasta ári fyrir afskriftir, vexti og skatta, án einskiptikostnaðar nam 3,3 milljörðum íslenskra króna. Það er 47 prósent aukning frá árinu 2005, en neikvæð gengisáhrif námu 380 milljónum króna.

Söluaukning vegna innri vaxtar var 9 prósent, en pro forma söluaukning var 7 prósent. EBITDA hlutfall án einskiptikostnaðar lækkaði úr rúmlega 20 prósentum í 19 prósent, en hagnaður tímabilsins án einskiptikostnaðar vegna endurskipulagningar voru 677 milljónir íslenskra króna.

Ef undanskilinn er ýmiss kostnaður og afskriftir vegna fyrirtækjakaupa jafngildir hagnaður tímabilsins lækkun upp á 5 prósent.

Össur hefur keypt fjögur stór fyrirtæki ásamt nokkrum smærri fyrirtækjum á síðustu 18 mánuðum. Fyrirtækið hefur breyst úr stoðtækjafyrirtæki í að vera forystufyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja í heiminum. Í fréttatilkynningu segir að síðasta ár hafi verið ár umbreytinga og met vaxtar hjá Össuri.

Uppgjör Össurar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×