Viðskipti innlent

Besta afkoman í sögu Icebank

Icebank, sérhæfður viðskiptabanki í eigu sparisjóðanna, skilaði 5.662 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við tæplega 2.400 milljónir króna árið á undan. Þetta jafngildir því að hagnaður bankans hafi aukist um 138 prósenta hækkun á milli ára. Þetta er besta afkoma í sögu bankans.

Arðsemi eigin fjár 63,8 prósent samanborið við 54,3 prósent árið áður.

Hreinar rekstrartekjur námu 7.820 milljónum króna sem er rífleg tvöföldun frá árinu á undan. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu um 52 prósent og námu 1.254 milljónum.

Eiginfjárhlutfall Icebank (CAD) var 17 prósent í árslok sem gefur bankanum svigrúm til að fylgja eftir nýrri framtíðarsýn sem snýr meðal annars að auknum gjaldeyris- og afleiðuviðskiptum, aukinni áherslu á langtímalán og þátttöku í fjárfestingum og lánaverkefnum erlendis, að því fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Uppgjör Icebank






Fleiri fréttir

Sjá meira


×