Körfubolti

Barkley vann tæpar 50 milljónir í Las Vegas um helgina

Charles Barkley segist hafa tapað yfir 10 milljónum dollara í spilavítum
Charles Barkley segist hafa tapað yfir 10 milljónum dollara í spilavítum NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkley sem nú er sjónvarpsmaður á ESPN sjónvarpsstöðinni, segist hafa unnið tæpar 50 milljónir króna í Las Vegas um síðustu helgi þar sem hann veðjaði m.a. á úrslitin í Superbowl. Barkley viðurkennir að hann eigi við vandamál að stríða þegar kemur að veðmálum og segist hafa tapað 170 milljónum á 6 klukkutímum í spilavíti í fyrra.

"Ég spilaði mestmegnis Svarta-Pétur, en ég veðjaði líka á leikinn um Ofurskálina og rakaði inn um 700.000 dollurum. Ég hef alltaf verið dálítið tæpur þegar kemur að veðmálum, en ég vil ekki kalla veðmál alvöru vandamál fyrr en menn eiga ekki fyrir skuldum sínum. Ég á nóg af peningum og því er þetta ekkert vandamál fyrir mig. Ég tapaði einu sinni 2,5 milljónum dollara á sex tímum í fyrra og það var heimskulegt af mér, en ég ætla samt ekkert að hætta því," sagði hinn yfirlýsingaglaði Barkley, sem lengi hefur íhugað að bjóða sig fram til ríkisstjóra í heimafylki sínu Alabama.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×