Þúsund fallnir á sjö dögum 4. febrúar 2007 12:00 Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. Árásin í Bagdad í gær er sú mannskæðasta sem framin hefur verið frá því að ráðist var inn í landið vorið 2003. Hún varð með þeim hætti að vörubíl drekkhlöðnum sprengiefni var ekið að markaðstorgi í einu af sjíahverfum borgarinnar og hann svo sprengdur upp með þeim afleiðingum að 135 dóu og hátt í þrjú hundruð særðust. Heilu húsaraðirnar tættust í sundur eða jöfnuðust hreinlega við jörðu. Í morgun blasti eyðileggining alls staðar við, enn var verið að leita að líkum í rústum húsa og grátandi fólk ráfaði um blóði drifnar göturnar. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kenndi Nuri al-Maliki forsætisráðherra fylgismönnum Saddams Hussein fyrrverandi forseta landsins um tilræðið og hét því að ríkisstjórnin myndi taka öfgamenn enn fastari tökum en áður. Maliki hefur áður haft svipaðar heitstrengingar í frammi en ekki er að sjá að stjórnin fái neinum böndum komið á ofbeldið í landinu. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar hafa um eitt þúsund manns látið lífið í sjálfsmorðstilræðum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna síðastliðna viku. Undanfarnir mánuðir hafa einkennst af sífellt stærri og mannskæðari árásum svo augljóst er að andspyrnuhóparnir í landinu eru vel skipulagðir og hafa nægt fé til að inna slík voðaverk af hendi. Ofbeldið hélt áfram í morgun en þá fórust fjórir í bílsprengjuárás í höfuðborginni og skammt fyrir utan hana létust fjórir lögreglumenn þegar þeir óku yfir sprengju í vegkanti. Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. Árásin í Bagdad í gær er sú mannskæðasta sem framin hefur verið frá því að ráðist var inn í landið vorið 2003. Hún varð með þeim hætti að vörubíl drekkhlöðnum sprengiefni var ekið að markaðstorgi í einu af sjíahverfum borgarinnar og hann svo sprengdur upp með þeim afleiðingum að 135 dóu og hátt í þrjú hundruð særðust. Heilu húsaraðirnar tættust í sundur eða jöfnuðust hreinlega við jörðu. Í morgun blasti eyðileggining alls staðar við, enn var verið að leita að líkum í rústum húsa og grátandi fólk ráfaði um blóði drifnar göturnar. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kenndi Nuri al-Maliki forsætisráðherra fylgismönnum Saddams Hussein fyrrverandi forseta landsins um tilræðið og hét því að ríkisstjórnin myndi taka öfgamenn enn fastari tökum en áður. Maliki hefur áður haft svipaðar heitstrengingar í frammi en ekki er að sjá að stjórnin fái neinum böndum komið á ofbeldið í landinu. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar hafa um eitt þúsund manns látið lífið í sjálfsmorðstilræðum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna síðastliðna viku. Undanfarnir mánuðir hafa einkennst af sífellt stærri og mannskæðari árásum svo augljóst er að andspyrnuhóparnir í landinu eru vel skipulagðir og hafa nægt fé til að inna slík voðaverk af hendi. Ofbeldið hélt áfram í morgun en þá fórust fjórir í bílsprengjuárás í höfuðborginni og skammt fyrir utan hana létust fjórir lögreglumenn þegar þeir óku yfir sprengju í vegkanti.
Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira