Forseti Gambíu segist geta læknað alnæmi 2. febrúar 2007 16:01 Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, tilkynnti í janúarlok að hann gæti læknað fólk af alnæmi og HIV á þremur til tíu dögum. Sérfræðingar í alnæmi og HIV um heim allan hafa fordæmt yfirlýsingu Jammeh og segja að hún gæti leitt til þess að smit aukist þar sem yfirlýsingin gæti gert sjúkdóminn léttvægan í augum almennings. Jammeh hélt fréttamannafund með erindrekum erlendra stjórnvalda í janúarlok og skýrði frá þessu. Hann sagði þar að sjúklingar fengju jurtalyf sem væri bæði tekið inn og smurt á líkama þeirra. Eftir .þrjá til tíu daga hefði þeir þyngst, styrkst og líðan þeirra batnað. Heilbrigðisráðherra landsins tók undir þessar fullyrðingar forsetans. Jerry Codiva, prófessor í alnæmi/HIV fræðum við háskólann í KwaZulu Natal í Suður-Afríku segir að það sé einstaklega ólíklegt að einhver hafi fundið svo góða lækningu á alnæmi/HIV í dag þar sem tæknin og vitneskjan um sjúkdóminn væru einfaldlega ekki fullnægjandi. Jammeh segist þó standa við fullyrðingar sínar og heldur því einnig fram að hann geti læknað astma. „Ég er ekki galdralæknir því það er ekki hægt að vera bæði galdramaður og læknir. Maður er annaðhvort galdramaður eða læknir." sagði Jammeh. Hann bætti við að þegar að niðurstöður kæmu úr prófum þeim alnæmissjúklinga sem hann hefur meðhöndlað myndi heimsbyggðin trúa honum. Einn af sjúklingum hans er kennari við háskólann í Gambíu. „Ég hef tekið eftir því að ég hef þyngst töluvert og þjáist ekki lengur af hægðatregðu. Ég bíð þó enn eftir niðurstöðum prófanna. Ég ber 100% traust til forsetans og hef fulla trú á lyfjagjöf hans." sagði Ousman Sowe, háskólakennari og sjúklingur Jammeh. Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, tilkynnti í janúarlok að hann gæti læknað fólk af alnæmi og HIV á þremur til tíu dögum. Sérfræðingar í alnæmi og HIV um heim allan hafa fordæmt yfirlýsingu Jammeh og segja að hún gæti leitt til þess að smit aukist þar sem yfirlýsingin gæti gert sjúkdóminn léttvægan í augum almennings. Jammeh hélt fréttamannafund með erindrekum erlendra stjórnvalda í janúarlok og skýrði frá þessu. Hann sagði þar að sjúklingar fengju jurtalyf sem væri bæði tekið inn og smurt á líkama þeirra. Eftir .þrjá til tíu daga hefði þeir þyngst, styrkst og líðan þeirra batnað. Heilbrigðisráðherra landsins tók undir þessar fullyrðingar forsetans. Jerry Codiva, prófessor í alnæmi/HIV fræðum við háskólann í KwaZulu Natal í Suður-Afríku segir að það sé einstaklega ólíklegt að einhver hafi fundið svo góða lækningu á alnæmi/HIV í dag þar sem tæknin og vitneskjan um sjúkdóminn væru einfaldlega ekki fullnægjandi. Jammeh segist þó standa við fullyrðingar sínar og heldur því einnig fram að hann geti læknað astma. „Ég er ekki galdralæknir því það er ekki hægt að vera bæði galdramaður og læknir. Maður er annaðhvort galdramaður eða læknir." sagði Jammeh. Hann bætti við að þegar að niðurstöður kæmu úr prófum þeim alnæmissjúklinga sem hann hefur meðhöndlað myndi heimsbyggðin trúa honum. Einn af sjúklingum hans er kennari við háskólann í Gambíu. „Ég hef tekið eftir því að ég hef þyngst töluvert og þjáist ekki lengur af hægðatregðu. Ég bíð þó enn eftir niðurstöðum prófanna. Ég ber 100% traust til forsetans og hef fulla trú á lyfjagjöf hans." sagði Ousman Sowe, háskólakennari og sjúklingur Jammeh.
Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira