Slær út í fyrir Jacques Chirac 1. febrúar 2007 13:30 Jacques Chirac, forseti Frakklands. MYND/AP Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. Daginn eftir kvaddi hann þessa sömu blaðamenn á sinn fund og dró til baka flest það sem hann sagði. Í mánudagsviðtalinu sagði forsetinn meðal annars að það væri ekki svo hættulegt að Íran ætti eina eða tvær litlar kjarnorkusprengjur. Ef þeim yrði skotið, til dæmis á Ísrael, yrði Teheran samstundis þurrkuð út af landakortinu. Hann sagði einnig að mesta hættan við írönsk kjarnorkuvopn væri sú að þá myndu önnur lönd fylgja í kjölfarið, eins og Sádi-Arabía og Egyptaland. Allir blaðamennirnir tóku viðtalið upp á segulband. Á þriðjudagsfundinum sagði Chirac að hann hefði haldið að þeir væru að tala óformlega um ýmsa þætti og dró til baka flest af því sem hann hafði sagt. Um það að Ísraelar yrðu fyrir árás og myndu þurrka út Teheran sagði forsetinn: „Ég held ekki að ég hafi talað um Ísrael í gær. Kannski gerði ég það en ég held ekki. Ég man ekkert eftir því.“ Jacques Chirac er 74 ára gamall og árið 2005 var hann lagður inn á sjúkrahús vegna truflunar í taugakerfi sem ekki var frekar útskýrð. Embættismenn segja að síðan hafi hann ekki verið eins ákveðinn eða nákvæmur í tjáningu. Blaðamennirnir sem ræddu við hann segja að mikill munur hafi verið á framkomu hans á fundunum tveimur. Á mánudeginum hafi hann virst annars hugar og ekki munað nöfn eða dagsetningar. Hann hafi verið skjálfhentur og stundum hafi aðstoðarmenn stungið að honum minnisblöðum sem á var skrifað stóru letri. Á fundinum á þriðjudag hafi hann verið sýnu hressari. Erlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. Daginn eftir kvaddi hann þessa sömu blaðamenn á sinn fund og dró til baka flest það sem hann sagði. Í mánudagsviðtalinu sagði forsetinn meðal annars að það væri ekki svo hættulegt að Íran ætti eina eða tvær litlar kjarnorkusprengjur. Ef þeim yrði skotið, til dæmis á Ísrael, yrði Teheran samstundis þurrkuð út af landakortinu. Hann sagði einnig að mesta hættan við írönsk kjarnorkuvopn væri sú að þá myndu önnur lönd fylgja í kjölfarið, eins og Sádi-Arabía og Egyptaland. Allir blaðamennirnir tóku viðtalið upp á segulband. Á þriðjudagsfundinum sagði Chirac að hann hefði haldið að þeir væru að tala óformlega um ýmsa þætti og dró til baka flest af því sem hann hafði sagt. Um það að Ísraelar yrðu fyrir árás og myndu þurrka út Teheran sagði forsetinn: „Ég held ekki að ég hafi talað um Ísrael í gær. Kannski gerði ég það en ég held ekki. Ég man ekkert eftir því.“ Jacques Chirac er 74 ára gamall og árið 2005 var hann lagður inn á sjúkrahús vegna truflunar í taugakerfi sem ekki var frekar útskýrð. Embættismenn segja að síðan hafi hann ekki verið eins ákveðinn eða nákvæmur í tjáningu. Blaðamennirnir sem ræddu við hann segja að mikill munur hafi verið á framkomu hans á fundunum tveimur. Á mánudeginum hafi hann virst annars hugar og ekki munað nöfn eða dagsetningar. Hann hafi verið skjálfhentur og stundum hafi aðstoðarmenn stungið að honum minnisblöðum sem á var skrifað stóru letri. Á fundinum á þriðjudag hafi hann verið sýnu hressari.
Erlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira