10 til 15 manns rænt í Nablus 28. janúar 2007 18:30 Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. Mannræningjarnir voru fimmtán talsina og allir lisðmenn Al Aqsa herdeildanna. Að sögn vitna höfðu þeir farið um nærliggjandi götur í leit að þekktum Hamas-liðum. Þegar þeir fréttu af ferðum Fayyads Al-Arba, eins leiðtoga samtakanna, réðust þeir inn í banka þar sem hann var staddur og höfðu hann á brott með sér. Eftir stóðu gjaldkerar í forundran og myndatökumenn og ljósmyndarar fjölmiðla sem mynduðu atburðinn í bak og fyrir. Mannræningarnir höfuð ekki fyrir því að hylja andlit sín og reyndu ekki að koma í veg fyrir myndatökur. Skömmu síðar réðust liðsmenn herdeildanna inn á skrifstofu menntamálaráðuneytis heimastjórnarinnar í Nablus, lögðu hana í rúst og rændu fimm starfsmönnum. Abu Jabal, leiðtogi Al-Aqsa í Nablus, segir liðsmenn sína hafa rænt 10 til 15 manns í dag. Á sama tíma berjast liðsmenn Fatah og Hamas á götum Gaza-svæðisins og hafa hátt í 30 Palestínumenn fallið síðan á fimmtudaginn og tæplega 80 særst. 60 hafa týnt lífi síðan um miðjan desember. Viðræðum um skipan þjóðstjórnar beggja fylkinga hefur verið frestað á meðan barist er og hvetja forvígismenn Fatah og Hamas liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Þeir kenna svo hver öðrum um ástandið. Heimastjórn Hamas kom saman til neyðarfundar í Gaza-borg í dag. Ismail Haniyeh forsætisráðherra hvetur Abbas til að kalla Fatah-liðsmenn sína af götum heimastjórnarsvæaðanna svo hægt verði að tryggja öryggi borgara. Óvíst er hvað forsetinn gerir og stefnir að óbreyttu í snemmbúnar þing- og forsetakosningar sem Abbas hefur boðað takist ekki að mynda þjóðstjórn innan þriggja vikna. Síðdegis í dag bárust fréttir af því að Abdullah konungur Sádía Arabíu hefði boðið fulltrúum Fatah og Hamas til friðarviðræðna í Mekka. Fatah- og Hamas-liðar hafa fagnað boðinu segjast tilbúnir til viðræðna. Erlent Fréttir Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. Mannræningjarnir voru fimmtán talsina og allir lisðmenn Al Aqsa herdeildanna. Að sögn vitna höfðu þeir farið um nærliggjandi götur í leit að þekktum Hamas-liðum. Þegar þeir fréttu af ferðum Fayyads Al-Arba, eins leiðtoga samtakanna, réðust þeir inn í banka þar sem hann var staddur og höfðu hann á brott með sér. Eftir stóðu gjaldkerar í forundran og myndatökumenn og ljósmyndarar fjölmiðla sem mynduðu atburðinn í bak og fyrir. Mannræningarnir höfuð ekki fyrir því að hylja andlit sín og reyndu ekki að koma í veg fyrir myndatökur. Skömmu síðar réðust liðsmenn herdeildanna inn á skrifstofu menntamálaráðuneytis heimastjórnarinnar í Nablus, lögðu hana í rúst og rændu fimm starfsmönnum. Abu Jabal, leiðtogi Al-Aqsa í Nablus, segir liðsmenn sína hafa rænt 10 til 15 manns í dag. Á sama tíma berjast liðsmenn Fatah og Hamas á götum Gaza-svæðisins og hafa hátt í 30 Palestínumenn fallið síðan á fimmtudaginn og tæplega 80 særst. 60 hafa týnt lífi síðan um miðjan desember. Viðræðum um skipan þjóðstjórnar beggja fylkinga hefur verið frestað á meðan barist er og hvetja forvígismenn Fatah og Hamas liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Þeir kenna svo hver öðrum um ástandið. Heimastjórn Hamas kom saman til neyðarfundar í Gaza-borg í dag. Ismail Haniyeh forsætisráðherra hvetur Abbas til að kalla Fatah-liðsmenn sína af götum heimastjórnarsvæaðanna svo hægt verði að tryggja öryggi borgara. Óvíst er hvað forsetinn gerir og stefnir að óbreyttu í snemmbúnar þing- og forsetakosningar sem Abbas hefur boðað takist ekki að mynda þjóðstjórn innan þriggja vikna. Síðdegis í dag bárust fréttir af því að Abdullah konungur Sádía Arabíu hefði boðið fulltrúum Fatah og Hamas til friðarviðræðna í Mekka. Fatah- og Hamas-liðar hafa fagnað boðinu segjast tilbúnir til viðræðna.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira