Phoenix setti félagsmet 27. janúar 2007 12:15 Steve Nash og Raja Bell, tveir bestu leikmenn Phoenix í nótt, ræðast hér við. MYND/Getty Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Phoenix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. 98-90 sigur Phoenix á Milwaukee var í raun aldrei í hættu því um leið og leikmenn Milwaukee gerðu sig líklega til að komast inn í leikinn bættu leikmenn Phoenix á bensíngjöfina og juku við forskotið. Pheonix hefur nú unnið 32 af síðustu 34 leikjum sínum. Raja Bell var stigahæstur liðsins í nótt með 27 stig. Miami sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til New York, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal hafi verið í byrjunarliði meistaranna eftir að hafa átt við meiðsli að stríða síðustu vikur og mánuði. Hann réð ekkert við Jamal Crawford hjá New York í leiknum, sem skoraði alls 52 stig - það mesta sem hann hefur skorað á sínum ferli. Lokatölur urðu 116-96 fyrir New York. Dwane Wade gerði það sem hann gat fyrir Miami og skoraði 37 stig. Atlanta lagði Orlando af velli, 93-90. Joe Johnson átti stórleik fyrir Atlanta og skoraði 39 stig en hjá Orlando var Juwan Howard atkvæðamestur með 19 stig. Cleveland vann Philadelphia 105-99, þrátt fyrir að spila án LeBron James sem er meiddur. Drew Gooden skoraði 21 stig fyrir Cleveland, sem vann upp 17 stiga forystu Philadelphia í síðari hálfleik. Toronto vann sigur á Boston á heimavelli sínum, 96-90. Chris Bosh skoraði 26 stig fyrir Toronto en Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir Boston. Antawn Jamison skoraði 35 stig fyrir Washington sem vann nauman en góðan sigur á Detroit, 99-96. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir Detroit. San Antonio átti ekki í erfiðleikum með Memphis og sigraði með 112 stigum gegn 96. Tim Duncan skoraði 26 stig. Houston burstaði Portland með 30 stiga mun, 99-69, þar sem Tracy McGrady skoraði 28 stig. 37 stig frá Carmelo Anthony dugðu ekki til fyrir Denver þegar Utah kom í heimsókn, því gestirnir fóru með 116-111 sigur af hólmi. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utan með 25 stig. LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Charlotte 106-97 eftir framlengdan leik. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers en Matt Carroll var með 24 fyrir Charlotte. Þá vann Seattle Minnesota 102-100 þar sem Ray Allen skoraði 36 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Phoenix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. 98-90 sigur Phoenix á Milwaukee var í raun aldrei í hættu því um leið og leikmenn Milwaukee gerðu sig líklega til að komast inn í leikinn bættu leikmenn Phoenix á bensíngjöfina og juku við forskotið. Pheonix hefur nú unnið 32 af síðustu 34 leikjum sínum. Raja Bell var stigahæstur liðsins í nótt með 27 stig. Miami sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til New York, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal hafi verið í byrjunarliði meistaranna eftir að hafa átt við meiðsli að stríða síðustu vikur og mánuði. Hann réð ekkert við Jamal Crawford hjá New York í leiknum, sem skoraði alls 52 stig - það mesta sem hann hefur skorað á sínum ferli. Lokatölur urðu 116-96 fyrir New York. Dwane Wade gerði það sem hann gat fyrir Miami og skoraði 37 stig. Atlanta lagði Orlando af velli, 93-90. Joe Johnson átti stórleik fyrir Atlanta og skoraði 39 stig en hjá Orlando var Juwan Howard atkvæðamestur með 19 stig. Cleveland vann Philadelphia 105-99, þrátt fyrir að spila án LeBron James sem er meiddur. Drew Gooden skoraði 21 stig fyrir Cleveland, sem vann upp 17 stiga forystu Philadelphia í síðari hálfleik. Toronto vann sigur á Boston á heimavelli sínum, 96-90. Chris Bosh skoraði 26 stig fyrir Toronto en Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir Boston. Antawn Jamison skoraði 35 stig fyrir Washington sem vann nauman en góðan sigur á Detroit, 99-96. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir Detroit. San Antonio átti ekki í erfiðleikum með Memphis og sigraði með 112 stigum gegn 96. Tim Duncan skoraði 26 stig. Houston burstaði Portland með 30 stiga mun, 99-69, þar sem Tracy McGrady skoraði 28 stig. 37 stig frá Carmelo Anthony dugðu ekki til fyrir Denver þegar Utah kom í heimsókn, því gestirnir fóru með 116-111 sigur af hólmi. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utan með 25 stig. LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Charlotte 106-97 eftir framlengdan leik. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers en Matt Carroll var með 24 fyrir Charlotte. Þá vann Seattle Minnesota 102-100 þar sem Ray Allen skoraði 36 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira