Viðskipti innlent

Actavis vill kaupa samheitalyfjahluta Merck KGaA

Róbert Wessman, forstjóri Actavis.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis.
Actavis ætlar að bjóða í samheitalyfjahluta Merck KGaA. Að sögn Róberts Wessmans, forstjóra Actavis, hefur fjármögnun í verkið þegar verið tryggð með aðkomu þriggja leiðandi alþjóðlegra banka.

Merck hefur lýst því yfir að samheitalyfjahlutinn sé til sölu og að söluferlið hefjist í maí. Gangi kaupin eftir verður Actavis þriðja stærsta fyrirtæki heims á sviði samheitalyfja með fimm prósenta markaðshlutdeild.

Fyrirtækið hefði komist í sömu stöðu ef gengið hefði eftir fjandsamleg yfirtaka á króatíska samheitalyfjafyritækinu Pliva fyrir áramót, en þar hafði betur í slag um fyrirtækið bandaríski lyfjarisinn Barr Pharmaceuticals.

Actavis kynnir fyrirætlanir sínar nánar á fjárfestakynningu í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×