Útgöngubanni lýst yfir í Beirút 25. janúar 2007 18:30 Kveikt var í bílum óeirðunum í Beirút í dag. MYND/AP Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Parísarráðstefnuna sóttu ráðamenn fjörutíu ríkja sem leggja líbönskum stjórnvöldum fé til endurreisnar samfélagsins. Það var í rústum eftir borgarastyrjöldina á árunum 1975-1990 og þegar uppbygging þess var komin nokkuð á veg skall á stríð Hizbollah-samtakanna og Ísraela. Innviðir þjóðfélagsins voru sprengdir aftur um nokkra áratugi og heilu þorpin í suðurhluta landsins voru eyðilögð. Af þessum sökum eru skuldir Líbanons rúmlega 2.500 milljarðar króna, sem jafngildir tæplega tveggja ára þjóðarframleiðslu landsins. Á ráðstefnunni í dag lofuðu þátttökuríkin að leggja líbönsku stjórninni til liðlega fimm hundruð milljarða króna í formi lána og styrkja. Vonast er til að þar með dragi úr ólgunni í Líbanon en undanfarin misseri hafa Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra sótt mjög að ríkisstjórn Fuad Saniora. Ákvarðanir Parísarfundarins virðast enn sem komið er hafa lítið að segja því í Beirút í dag kom enn eina ferðina til harkalegra átaka á milli stuðningsmanna og andstæðinga stjórnarinnar. Til skotbardaga kom við einn af háskólum borgarinnar og er talið að fjórir hafi beðið bana og 35 hafi særst. Ekki er vitað hverjir skutu á námsmennina en al-Manar-sjónvarpsstöðin, sem rekin er af Hizbollah-samtökunum, segir að vígamennirnir séu á mála hjá Saad Hariri, oddvita stjórnarflokkanna á líbanska þinginu. Kveikt var í bílum í óeirðunum og skemmdir unnar á verslunum og varð að kalla út herlið þar sem lögregla fékk ekki neitt við ráðið. Nú síðdegis setti líbanski herinn útgöngubann í Beirút og verður það í gildi að minnsta kosti þangað til í fyrramálið. Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Parísarráðstefnuna sóttu ráðamenn fjörutíu ríkja sem leggja líbönskum stjórnvöldum fé til endurreisnar samfélagsins. Það var í rústum eftir borgarastyrjöldina á árunum 1975-1990 og þegar uppbygging þess var komin nokkuð á veg skall á stríð Hizbollah-samtakanna og Ísraela. Innviðir þjóðfélagsins voru sprengdir aftur um nokkra áratugi og heilu þorpin í suðurhluta landsins voru eyðilögð. Af þessum sökum eru skuldir Líbanons rúmlega 2.500 milljarðar króna, sem jafngildir tæplega tveggja ára þjóðarframleiðslu landsins. Á ráðstefnunni í dag lofuðu þátttökuríkin að leggja líbönsku stjórninni til liðlega fimm hundruð milljarða króna í formi lána og styrkja. Vonast er til að þar með dragi úr ólgunni í Líbanon en undanfarin misseri hafa Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra sótt mjög að ríkisstjórn Fuad Saniora. Ákvarðanir Parísarfundarins virðast enn sem komið er hafa lítið að segja því í Beirút í dag kom enn eina ferðina til harkalegra átaka á milli stuðningsmanna og andstæðinga stjórnarinnar. Til skotbardaga kom við einn af háskólum borgarinnar og er talið að fjórir hafi beðið bana og 35 hafi særst. Ekki er vitað hverjir skutu á námsmennina en al-Manar-sjónvarpsstöðin, sem rekin er af Hizbollah-samtökunum, segir að vígamennirnir séu á mála hjá Saad Hariri, oddvita stjórnarflokkanna á líbanska þinginu. Kveikt var í bílum í óeirðunum og skemmdir unnar á verslunum og varð að kalla út herlið þar sem lögregla fékk ekki neitt við ráðið. Nú síðdegis setti líbanski herinn útgöngubann í Beirút og verður það í gildi að minnsta kosti þangað til í fyrramálið.
Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira