Fuglalíf á Tjörninni, framboð aldraðra, handbolti 24. janúar 2007 16:36 Nú erum við Kári búnir að ná einu helsta baráttumáli okkar í gegn. Við fögnum því náttúrlega. Við höfum um árabil tuðað yfir því að ekkert ungviði komist á legg á Reykjavíkurtjörn - þannig hefur það verið ár eftir ár. Eitt árið töldum við að átta andarungar hefðu lifað. Okkar skoðun hefur verið sú að þetta sé mávinum að kenna. Það byggjum við á ótal gönguferðum í kringum Tjörnina. Við nefndum þetta eitt sinn við áhrifamann í borginni - mikinn vinstrimann sem átti sæti í umhverfisnefnd. Hann tók þessu fjarri - hélt því fram að þetta væri einfaldlega "gangur náttúrunnar". Vildi ekkert gera í málinu. Þetta fannst mér heldur léleg kenning svona í ljósi þess að fuglalífið á Tjörninni er ekkert sérlega "náttúrulegt", stokkandarstofninn sem þar heldur til var settur þarna niður í kringum 1930. En nú reynist Gísli Marteinn vera bjargvættur - eða er það ekki hann? - borgin ætlar semsé að reyna að hrekja sílamávinn burt og sjá til þess að fuglar á Tjörninni fái nóg æti. Og þá er loks von til að við sjáum aftur andarunga og kríuunga á Tjörninni. --- --- --- Nú virðist vera von á því að Framtíðarlandið bjóði fram til Alþingis og einnig er von á lista frá hópi aldraðs fólks og öryrkja. Hvaðan munu þessi framboð taka fylgi? Hugur minn segir að það verði aðallega frá stjórnarandstöðuflokkunum. Það kann að vera rangt. En einhvern veginn held ég að eftir því sem framboðunum fjölgar verði staða Sjálfstæðisflokksins sterkari. Framboð aldraðra og öryrkja er að sumu leyti kaldar kveðjur til stjórnarandstöðu sem hefur vaðið eld og brennistein fyrir þessa hópa á kjörtímabilinu. --- --- --- Nú er ég að fara að horfa á handboltaleikinn. Þeir eru að spila þjóðsöng Íslendinga. Merkilegt að hann er alltof hraður, eins og þeir hafi ýtt á fast forward takkann á bandinu. Nenna kannski ekki að hlusta á hann í fullri lengd. Orri Harðarson segir á bloggi sínu að þetta fallega lag hafi allt í einu verið orðið nasískt. Tek eftir því að í hléum spila þeir Mezzoforte í íþróttahöllinni þar sem leikurinn fer fram. --- --- --- Annars er alveg mátulega skemmtilegt að horfa á handbolta. Má þola það ef maður er líka í tölvunni og kannski að lesa blað og hlusta á tónlist í leiðinni. Kári var að leika sér í stofunni þegar síðasti leikur var. Ég vissi ekki að hann væri að horfa. Svo sagði hann upp úr einu hljóði: "Er handbolti einhvern veginn að hrinda?" "Jú, líklega," sagði ég. "Það er dálítið mikið verið að hrinda." Svo spurði ég: "Hvað finnst þér skemmtilegast í handbolta?" "Þegar einhver meiðar sig," svaraði barnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Nú erum við Kári búnir að ná einu helsta baráttumáli okkar í gegn. Við fögnum því náttúrlega. Við höfum um árabil tuðað yfir því að ekkert ungviði komist á legg á Reykjavíkurtjörn - þannig hefur það verið ár eftir ár. Eitt árið töldum við að átta andarungar hefðu lifað. Okkar skoðun hefur verið sú að þetta sé mávinum að kenna. Það byggjum við á ótal gönguferðum í kringum Tjörnina. Við nefndum þetta eitt sinn við áhrifamann í borginni - mikinn vinstrimann sem átti sæti í umhverfisnefnd. Hann tók þessu fjarri - hélt því fram að þetta væri einfaldlega "gangur náttúrunnar". Vildi ekkert gera í málinu. Þetta fannst mér heldur léleg kenning svona í ljósi þess að fuglalífið á Tjörninni er ekkert sérlega "náttúrulegt", stokkandarstofninn sem þar heldur til var settur þarna niður í kringum 1930. En nú reynist Gísli Marteinn vera bjargvættur - eða er það ekki hann? - borgin ætlar semsé að reyna að hrekja sílamávinn burt og sjá til þess að fuglar á Tjörninni fái nóg æti. Og þá er loks von til að við sjáum aftur andarunga og kríuunga á Tjörninni. --- --- --- Nú virðist vera von á því að Framtíðarlandið bjóði fram til Alþingis og einnig er von á lista frá hópi aldraðs fólks og öryrkja. Hvaðan munu þessi framboð taka fylgi? Hugur minn segir að það verði aðallega frá stjórnarandstöðuflokkunum. Það kann að vera rangt. En einhvern veginn held ég að eftir því sem framboðunum fjölgar verði staða Sjálfstæðisflokksins sterkari. Framboð aldraðra og öryrkja er að sumu leyti kaldar kveðjur til stjórnarandstöðu sem hefur vaðið eld og brennistein fyrir þessa hópa á kjörtímabilinu. --- --- --- Nú er ég að fara að horfa á handboltaleikinn. Þeir eru að spila þjóðsöng Íslendinga. Merkilegt að hann er alltof hraður, eins og þeir hafi ýtt á fast forward takkann á bandinu. Nenna kannski ekki að hlusta á hann í fullri lengd. Orri Harðarson segir á bloggi sínu að þetta fallega lag hafi allt í einu verið orðið nasískt. Tek eftir því að í hléum spila þeir Mezzoforte í íþróttahöllinni þar sem leikurinn fer fram. --- --- --- Annars er alveg mátulega skemmtilegt að horfa á handbolta. Má þola það ef maður er líka í tölvunni og kannski að lesa blað og hlusta á tónlist í leiðinni. Kári var að leika sér í stofunni þegar síðasti leikur var. Ég vissi ekki að hann væri að horfa. Svo sagði hann upp úr einu hljóði: "Er handbolti einhvern veginn að hrinda?" "Jú, líklega," sagði ég. "Það er dálítið mikið verið að hrinda." Svo spurði ég: "Hvað finnst þér skemmtilegast í handbolta?" "Þegar einhver meiðar sig," svaraði barnið.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun