Demókratar vilja Hillary, repúblíkanar Giuliani 22. janúar 2007 19:00 Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Ekki verður kosið fyrr en í nóvember á næsta ári en baráttan um útnefningar stóru flokkanna tveggja er að hefjast. Það voru Washington Post og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sem létu vinna skoðanakönnun um helstu frambjóðendur og voru niðurstöður birtar í gær. Hillary Clinton nýtur stuðnings flestra aðspurðra demókrata. 39% vilja hana í framboð. Næstur kemur öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, með 17%, og fast á hæla hans John Edwards, með 12%. Sá síðarnefndi var varaforsetaefni Johns Kerrys í forsetakosningunum 2004. Baráttan er helst talin standa milli Clinton og Obama. Forsetafrúin fyrrverandi er talin reynslumeiri enda hefur Obama aðeins setið í öldungadeild í tvö ár. Hann er hins vegar sagður bæta það upp með persónutöfrum sínum auk þess sem hann er talinn helsta vonarstjarna demókrata eftir kröftuga ræðu á flokksþingi fyrir tveimur árum. Framboð þeirra beggja eru söguleg. Hún gæti orðið fyrsta konan í Hvíta húsinu eða hann fyrsti blökkumaðurinn. Hjá repúblíkönum fer baráttan hins vegar hægt af stað. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Brownback tilkynnti um liðna helgi að hann sæktist eftir útnefningu flokks síns fyrir kosningarnar 2008. Hann verður þó ekki einn um hituna lengi því jafnvel er búist við að tíu flokksbræður hans bætist í hópinn áður en langt um líði. Könnun Washington Post og ABC sýndi að repúblíkanar vilja flestir fá Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, í framboð - 34% þeirra sem svöruðu. 8% færri vilja öldungadeildarþingmanninn John McCain. Hann var helsti andstæðingur Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni um útnefningu repúblíkana fyrir kosningarnar árið 2000. Hvorki Giuliani né McCain hafa tilkynnt formlega um framboð sitt. Þegar kjósendur beggja flokka voru spurðir hvern úr heildarhópnum þeir vildu helst í Hvíta húsið nefndu flestir Giuliani, þá Hillary og síðan McCain, Edwards og Obama. Erlent Fréttir Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Ekki verður kosið fyrr en í nóvember á næsta ári en baráttan um útnefningar stóru flokkanna tveggja er að hefjast. Það voru Washington Post og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sem létu vinna skoðanakönnun um helstu frambjóðendur og voru niðurstöður birtar í gær. Hillary Clinton nýtur stuðnings flestra aðspurðra demókrata. 39% vilja hana í framboð. Næstur kemur öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, með 17%, og fast á hæla hans John Edwards, með 12%. Sá síðarnefndi var varaforsetaefni Johns Kerrys í forsetakosningunum 2004. Baráttan er helst talin standa milli Clinton og Obama. Forsetafrúin fyrrverandi er talin reynslumeiri enda hefur Obama aðeins setið í öldungadeild í tvö ár. Hann er hins vegar sagður bæta það upp með persónutöfrum sínum auk þess sem hann er talinn helsta vonarstjarna demókrata eftir kröftuga ræðu á flokksþingi fyrir tveimur árum. Framboð þeirra beggja eru söguleg. Hún gæti orðið fyrsta konan í Hvíta húsinu eða hann fyrsti blökkumaðurinn. Hjá repúblíkönum fer baráttan hins vegar hægt af stað. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Brownback tilkynnti um liðna helgi að hann sæktist eftir útnefningu flokks síns fyrir kosningarnar 2008. Hann verður þó ekki einn um hituna lengi því jafnvel er búist við að tíu flokksbræður hans bætist í hópinn áður en langt um líði. Könnun Washington Post og ABC sýndi að repúblíkanar vilja flestir fá Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, í framboð - 34% þeirra sem svöruðu. 8% færri vilja öldungadeildarþingmanninn John McCain. Hann var helsti andstæðingur Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni um útnefningu repúblíkana fyrir kosningarnar árið 2000. Hvorki Giuliani né McCain hafa tilkynnt formlega um framboð sitt. Þegar kjósendur beggja flokka voru spurðir hvern úr heildarhópnum þeir vildu helst í Hvíta húsið nefndu flestir Giuliani, þá Hillary og síðan McCain, Edwards og Obama.
Erlent Fréttir Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira