Serbía: Ólíklegt að þjóðernissinnar komist í ríkisstjórn 22. janúar 2007 12:30 Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, á blaðamannafundi þegar fyrstu tölur lágu fyrir í gær. MYND/AP Forvígismenn flokks þjóðernissinnaðra Serba eiga ekki von á því að þeim verði boðið að mynda ríkisstjórn þótt þeir hafi unnið stórsigur í þingkosningum í gær. Leiðtogi flokksins situr í fangelsi í Haag í Hollandi þar sem rétta á yfir honum fyrir stríðsglæpi. Vojislav Seselj, leiðtogi þjóðernissinna, er ákærður fyrir stríðsglæpi í stríðinu á Balkanskaga. Hann varð þriðji í baráttunni um serbneska forsetaembættið árið 2002. Ári síðar gaf hann sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Síðan þá hefur seselj gagnrýnt þá málsmeðferð sem hann hefur fengið. Hann hefur meðal annars farið í mótmælasvelti þar sem ekki var orðið við kröfu hans um að hann fengi skipaða nýja verjendur. Flokkur Seseljs hlaut töluvert fylgi í síðustu kosningum. Fyrstu tölur nú benda til þess að flokkurnn hafi bætt við sig einu prósentustigi og hafi hlotið tæp 30% atkvæða. Enginn flokkur eða flokkabandalag hlaut hreinan meirihluta í kosningunum í gær og því verður að mynda samsteypustjórn. Telja stjórnmálaskýrendur í Serbíu það afar ólíklegt að fylgið frá í gær fleyti þjóðernissinnum í ríkisstjórn. Núverandii stjórnarflokkar geti haldið áfram samstarfi sínu náist samkomulag við tvo minni flokka. Þeir flokkar sem hafa haldið í stjórnartaumana síðustu ár eru mið- og hægriflokkar sem stefna á inngöngu í Evrópusambandið. Nýrri ríkisstjórn bíða fjölmörg verkefni. Gera þarf umbætur í efnahagsmálum, bæta samskiptin við stríðsglæpadómstólinn í Haag, sem hafa tafið aðildarviðræður við ESB, og ræða framtíð Kósóvó-héraðs. Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, vonar að greiðlega gangi að mynda nýja ríkisstjórn þrátt fyrir sigur þjóðernissinna. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvaða áhrif úrslitin hafi á viðræður um framtíð Kósóvó-héraðs. Erlent Fréttir Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Forvígismenn flokks þjóðernissinnaðra Serba eiga ekki von á því að þeim verði boðið að mynda ríkisstjórn þótt þeir hafi unnið stórsigur í þingkosningum í gær. Leiðtogi flokksins situr í fangelsi í Haag í Hollandi þar sem rétta á yfir honum fyrir stríðsglæpi. Vojislav Seselj, leiðtogi þjóðernissinna, er ákærður fyrir stríðsglæpi í stríðinu á Balkanskaga. Hann varð þriðji í baráttunni um serbneska forsetaembættið árið 2002. Ári síðar gaf hann sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Síðan þá hefur seselj gagnrýnt þá málsmeðferð sem hann hefur fengið. Hann hefur meðal annars farið í mótmælasvelti þar sem ekki var orðið við kröfu hans um að hann fengi skipaða nýja verjendur. Flokkur Seseljs hlaut töluvert fylgi í síðustu kosningum. Fyrstu tölur nú benda til þess að flokkurnn hafi bætt við sig einu prósentustigi og hafi hlotið tæp 30% atkvæða. Enginn flokkur eða flokkabandalag hlaut hreinan meirihluta í kosningunum í gær og því verður að mynda samsteypustjórn. Telja stjórnmálaskýrendur í Serbíu það afar ólíklegt að fylgið frá í gær fleyti þjóðernissinnum í ríkisstjórn. Núverandii stjórnarflokkar geti haldið áfram samstarfi sínu náist samkomulag við tvo minni flokka. Þeir flokkar sem hafa haldið í stjórnartaumana síðustu ár eru mið- og hægriflokkar sem stefna á inngöngu í Evrópusambandið. Nýrri ríkisstjórn bíða fjölmörg verkefni. Gera þarf umbætur í efnahagsmálum, bæta samskiptin við stríðsglæpadómstólinn í Haag, sem hafa tafið aðildarviðræður við ESB, og ræða framtíð Kósóvó-héraðs. Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, vonar að greiðlega gangi að mynda nýja ríkisstjórn þrátt fyrir sigur þjóðernissinna. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvaða áhrif úrslitin hafi á viðræður um framtíð Kósóvó-héraðs.
Erlent Fréttir Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira