Engar myndir birtar af aftökum í nótt 15. janúar 2007 13:00 Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómar í Írak, var hengdur ásamt Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróður Saddams Hússeins, í Bagdad í nótt. MYND/AP Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma einræðisherrans. Hann var háttsettur fulltrúi í ríkisstjórn Íraks þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í Írak 2003. Hann var eftirlýstur og síðan tekinn höndum tæpum mánuði eftir innrásina. Awad Hamed al-Bandar var yfirdómari í Írak. Hann var sagður hafa stýrt réttarhöldum yfir Írökum þar sem réttindi sakborninga hafi verið fyrir borð borin. Þeir voru, ásamt Saddam, sakfelldir í byrjun nóvember í fyrra fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum í bænum Dujail árið 1982 skömmu eftir að forsetanum heitnum var sýnt banatilræði. Mikið hafði verði rætt um það hvenær þeir al-Tikriti og al-Bandar yrðu teknir af lífi og búist við því á allra næstu dögum. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af aftökunum og nokkru staðfesti talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar að mennirnir væru allir. Engar opinberar upptökur af aðdraganda aftakanna hafa verið birtar líkt og eftir að Saddam hafði verið hengdur. Þær myndir, og aðrar sem lekið var á netið nokkrum dögum eftir aftökuna, ollu nokkru fjaðrafoki og urðu kveikjan að rannsókn á hengingu Hússeins. Óvíst er hvort nokkrar myndir verði birtar af aftöku tvímenninganna í nótt. Erlent Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma einræðisherrans. Hann var háttsettur fulltrúi í ríkisstjórn Íraks þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í Írak 2003. Hann var eftirlýstur og síðan tekinn höndum tæpum mánuði eftir innrásina. Awad Hamed al-Bandar var yfirdómari í Írak. Hann var sagður hafa stýrt réttarhöldum yfir Írökum þar sem réttindi sakborninga hafi verið fyrir borð borin. Þeir voru, ásamt Saddam, sakfelldir í byrjun nóvember í fyrra fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum í bænum Dujail árið 1982 skömmu eftir að forsetanum heitnum var sýnt banatilræði. Mikið hafði verði rætt um það hvenær þeir al-Tikriti og al-Bandar yrðu teknir af lífi og búist við því á allra næstu dögum. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af aftökunum og nokkru staðfesti talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar að mennirnir væru allir. Engar opinberar upptökur af aðdraganda aftakanna hafa verið birtar líkt og eftir að Saddam hafði verið hengdur. Þær myndir, og aðrar sem lekið var á netið nokkrum dögum eftir aftökuna, ollu nokkru fjaðrafoki og urðu kveikjan að rannsókn á hengingu Hússeins. Óvíst er hvort nokkrar myndir verði birtar af aftöku tvímenninganna í nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira