Umtalsverð fjölgun hermanna í Írak 11. janúar 2007 12:08 Demókratar á Bandaríkjaþingi segjast ætla að koma í veg fyrir að fleiri hermenn verði sendir til Íraks með því að neita ríkisstjórninni um fjárveitingar. George Bush greindi í gær frá þeirri ákvörðun sinni að tuttugu þúsund manna aukaherlið færi á næstunni til landsins til að binda enda á vargöldina þar. Bush flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. Því næst greindi hann frá því að á næstu vikum yrði fjölgað í herliði Bandaríkjamanna í landinu um 21.500 manns en þar eru fyrir 132.000 hermenn. Stærstur hluti viðbótarliðsins verður staðsettur í Bagdad en fimmtungur þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágranna í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Demókratar gagnrýna þessar tillögur harðlega og benda á að margar þeirra séu þvert á ráðleggingar ráðgjafarnefndar þingsins sem skilaði tillögum sínum í desemberbyrjun. Dagblaðið Washington Post greinir frá því í dag að demókratar í fulltrúadeildinni hyggist neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa hersins í Írak nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar. Þá ætla flokksbræður þeirra í öldungadeildinni að reyna að fá ályktun samþykkta þar sem stefnu forsetans í Írak verður mótmælt kröftuglega. Bandarískar hersveitir réðust inn í ræðismannsskrifstofu Írana í borginni Irbil í Norður-Írak í morgun og tóku fimm starfsmenn hennar fasta. Frá þessu greindi íranska ríkisfréttastofan IRNA nú fyrir stundu. Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi segjast ætla að koma í veg fyrir að fleiri hermenn verði sendir til Íraks með því að neita ríkisstjórninni um fjárveitingar. George Bush greindi í gær frá þeirri ákvörðun sinni að tuttugu þúsund manna aukaherlið færi á næstunni til landsins til að binda enda á vargöldina þar. Bush flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. Því næst greindi hann frá því að á næstu vikum yrði fjölgað í herliði Bandaríkjamanna í landinu um 21.500 manns en þar eru fyrir 132.000 hermenn. Stærstur hluti viðbótarliðsins verður staðsettur í Bagdad en fimmtungur þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágranna í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Demókratar gagnrýna þessar tillögur harðlega og benda á að margar þeirra séu þvert á ráðleggingar ráðgjafarnefndar þingsins sem skilaði tillögum sínum í desemberbyrjun. Dagblaðið Washington Post greinir frá því í dag að demókratar í fulltrúadeildinni hyggist neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa hersins í Írak nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar. Þá ætla flokksbræður þeirra í öldungadeildinni að reyna að fá ályktun samþykkta þar sem stefnu forsetans í Írak verður mótmælt kröftuglega. Bandarískar hersveitir réðust inn í ræðismannsskrifstofu Írana í borginni Irbil í Norður-Írak í morgun og tóku fimm starfsmenn hennar fasta. Frá þessu greindi íranska ríkisfréttastofan IRNA nú fyrir stundu.
Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira