Tónlist

Morrissey keppir í Eurovision

Morrissey. Myndin er tekin á Hultsfred tónlistarhátíðinni í Svíþjóð 2004.
Morrissey. Myndin er tekin á Hultsfred tónlistarhátíðinni í Svíþjóð 2004.

Fulltrúi Englendinga í Evrópsku söngvakeppninni í maí gæti orðið af ólíklegra taginu. Allt útlit er nefnilega fyrir að það verði Morrissey, sem keppi fyrir Englands hönd í Eurovision.

Morrissey, sem er 47 ára, er best þekktur sem aðalsöngvari hljómsveitarinnar The Smiths, hinna myrku meistara breska indie-rokksins á níunda áratugnum. Sólóferill Morrisseys hefur frekar verið á uppleið að undanförnu.

BBC, breska ríkisútvarpið, sem sér um að velja þátttakendur Englands í söngvakeppninni, hefur staðfest að það sé í viðræðum við Morrissey um að hann semji of flytji lag Englands í keppninni, sem verður haldin í Helsinki í Finnlandi í maí í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×