Sport

James Stewart sigraði í Anaheim

Rásröð
Mynd/TWMX

James Stewart vann í þriðju umferð í supercrossinu í Anaheim. Annar varð Ricky Carmichael og Chad Reed þriðji. Í minni flokknum var það hinn ungi og efnilegi Ryan Villopoto sem sigraði. Annar var Christophe Pourcel en þriðji varð Jason Lawrance.

Þriðja umferð heimsmeistarakeppninar í Supercross var haldinn í Anaheim í Kaliforníu. Kom sá og sigraði í minni deildinni hinn ungi og efnilegi Ryan Villopoto sem keppir fyrir Pro Circuit/Kawasaki en hann er einnig núverandi heimsmeistari í utanhús motocross Ameríku. Í öðru sæti hafnaði Christophe Pourcel sem er núverandi heimsmeistari í evrópska motocrossinu og er að keyra sitt fyrsta tímabil í AMA supercross fyrir Procircuit/Kawasaki lenti öðru sæti og þriðji var nýliðinn hjá Yamaha/Troy, Jason Lawrance.

Í stærri flokknum og þeim sem er sýndur á sjónvarpstöðinni Sýn á föstudagskvöldum var það James Stewart sem sigraði. Margir voru búnir að spá honum sigri og varð hann ekki áhangendum sínum fyrir vonbrigðum þegar hann átti í harði baráttu allt til enda við Ricky Carmichael sem endaði annar. Þriðji var Ástralinn Chad Reed sem keyrði af fullu öryggi og átti ótrúlega hraða spretti en náði þó ekki að krækja í gullið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×