Lakers stöðvaði sigurgöngu Dallas 8. janúar 2007 04:56 Sasha Vujacic fór á kostum í fjórða leikhlutanum gegn Dallas Los Angeles Lakers naut aðstoðar óvæntrar hetju í nótt þegar liðið lagði Dallas Mavericks 101-98 á heimavelli sínum og stöðvaði þar með 13 leikja sigurgöngu Dallas. Það var Sasha Vujacic sem tryggði Lakers sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin, en hann skoraði 16 stig í leiknum sem er persónulegt met. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 13 fráköst, en liðið missti niður góða forystu í fjórða leikhluta þegar Lakers-liðið gerði mikið áhlaup undir forystu Kobe Bryant. Bryant skoraði 28 stig í leiknum, flest á lokakaflanum, en mest munaði um framlag Vujacic sem hitti 6 af 7 skotum sínum - þar af 4 af 5 þristum. Phil Jackson, þjálfari Lakers, vann sinn 900. sigur á ferlinum og hefur enginn þjálfari í sögu NBA náð því að vinna 900 leiki í jafn fáum leikjum og Jackson. Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var frábær skemmtun. Dwyane Wade sneri aftur í lið Miami Heat eftir meiðsli og 33 stig hans gerðu gæfumuninn í sigri liðsins á Portland á útivelli 93-90. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og fátt benti til annars en að sjötta tapið yrði að veruleika í nótt. Góður lokasprettur Miami og spilamennska Wade á lokasekúndunum tryggðu Miami þó sigurinn að þessu sinni. Nýliðinn Brandon Roy var atkvæðamestur hjá Portland með 18 stig, en hann klikkaði á þristi í lokin sem hefði jafnað leikinn. Phoenix valtaði yfir Golden State 128-105 og hefur nú unnið 22 af síðustu 24 leikjum sínum. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þó hann fengi að hvíla lokaleikhlutann. Nash skoraði meðal annars sína 1000. þriggja stiga körfu í leiknum. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Minnesota vann þriðja leikinn í röð í framlengingu þegar liðið skellti Houston á heimavelli 103-99. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Minnesota en Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston sem hefði unnið 5 leiki í röð. Toronto stöðvaði góða sigurrispu Washington með 116-111 sigri á heimavelli sínum. Chris Bosh var góður í liði Toronto með 26 stig og 14 fráköst, en Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. San Antonio afstýrði fjórða tapinu í röð með því að skella Memphis á útivelli 110-96. San Antonio var án Tony Parker sem á við smávægileg meiðsli að stríða, en Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er met hjá honum í vetur. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis. Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Boston 87-79 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando, rétt eins og Tony Allen hjá Boston. Í kvöld verður leikur New Orleans Hornets og LA Clippers sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hefst útsendingin klukkan 1 eftir miðnætti. NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Los Angeles Lakers naut aðstoðar óvæntrar hetju í nótt þegar liðið lagði Dallas Mavericks 101-98 á heimavelli sínum og stöðvaði þar með 13 leikja sigurgöngu Dallas. Það var Sasha Vujacic sem tryggði Lakers sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin, en hann skoraði 16 stig í leiknum sem er persónulegt met. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 13 fráköst, en liðið missti niður góða forystu í fjórða leikhluta þegar Lakers-liðið gerði mikið áhlaup undir forystu Kobe Bryant. Bryant skoraði 28 stig í leiknum, flest á lokakaflanum, en mest munaði um framlag Vujacic sem hitti 6 af 7 skotum sínum - þar af 4 af 5 þristum. Phil Jackson, þjálfari Lakers, vann sinn 900. sigur á ferlinum og hefur enginn þjálfari í sögu NBA náð því að vinna 900 leiki í jafn fáum leikjum og Jackson. Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var frábær skemmtun. Dwyane Wade sneri aftur í lið Miami Heat eftir meiðsli og 33 stig hans gerðu gæfumuninn í sigri liðsins á Portland á útivelli 93-90. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og fátt benti til annars en að sjötta tapið yrði að veruleika í nótt. Góður lokasprettur Miami og spilamennska Wade á lokasekúndunum tryggðu Miami þó sigurinn að þessu sinni. Nýliðinn Brandon Roy var atkvæðamestur hjá Portland með 18 stig, en hann klikkaði á þristi í lokin sem hefði jafnað leikinn. Phoenix valtaði yfir Golden State 128-105 og hefur nú unnið 22 af síðustu 24 leikjum sínum. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þó hann fengi að hvíla lokaleikhlutann. Nash skoraði meðal annars sína 1000. þriggja stiga körfu í leiknum. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Minnesota vann þriðja leikinn í röð í framlengingu þegar liðið skellti Houston á heimavelli 103-99. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Minnesota en Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston sem hefði unnið 5 leiki í röð. Toronto stöðvaði góða sigurrispu Washington með 116-111 sigri á heimavelli sínum. Chris Bosh var góður í liði Toronto með 26 stig og 14 fráköst, en Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. San Antonio afstýrði fjórða tapinu í röð með því að skella Memphis á útivelli 110-96. San Antonio var án Tony Parker sem á við smávægileg meiðsli að stríða, en Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er met hjá honum í vetur. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis. Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Boston 87-79 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando, rétt eins og Tony Allen hjá Boston. Í kvöld verður leikur New Orleans Hornets og LA Clippers sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hefst útsendingin klukkan 1 eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira