Úrbótavilji í verki Steinunn Stefánsdóttir skrifar 14. desember 2007 06:00 Skólakerfið hefur verið talsvert rætt undanfarnar vikur. Full ástæða er til að fagna því að umræða um þennan mikilvæga málaflokk eigi sér stað. Tilefni umræðunnar er annars vegar niðurstöður alþjóðlegu samanburðarkönnunarinnar sem kennd er við Pisa og birt var á dögunum og hins vegar frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem menntamálaráðherra lagði fram í þinginu um svipað leyti og niðurstöður samanburðarkönnunarinnar voru kynntar. Menntakerfið er grundvöllur framtíðar þjóðarinnar, grundvöllur velferðar og þróunar. Því sætir í raun nokkurri furðu hversu sjaldan er rætt um skóla- og menntamál, til dæmis á hinu háa Alþingi. Umræða um niðurstöður alþjóðlegra samanburðarrannsókna hafa oft á sér nokkuð upphlaupskennt yfirbragð. Viðhöfð eru stór orð og íslenskir skólar gagnrýndir harðlega, líka þegar betur gengur en raunin varð nú. Vissulega er full ástæða til að gefa því gaum að íslensk ungmenni lesi sér til síðri skilnings en þau hafa áður gert og sýni minni færni í stærðfræði. Íslenskt skólafólk hlýtur að leitast við að greina ástæður þessa og vinna að úrbótum. Varast verður þó að draga of víðtækar ályktanir af könnun sem þessari og ekki síst að kveða upp áfellisdóma. Könnun eins og Pisa-könnunin mælir ekki nema brot af því starfi sem fram fer í þeim skólum sem hún nær til þannig að forðast verður alhæfingar. Bent hefur verið á að óvíða sé jafnmiklu fjármagni varið í menntakerfið og hér á Íslandi. Minna hefur farið fyrir greiningu á því í hvað þessu fé er varið. Í þessu sambandi verður að benda á óhjákvæmilega mikinn byggingarkostnað sem hlotist hefur af einsetningu skóla, sem átti sér stað á Íslandi áratugum síðar en í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess fjölgar okkur hér hraðar en annars staðar og byggðin þéttist á suðvesturhorninu á sama tíma og fólki fækkar víða annars staðar á landinu. Þetta hefur kostað mikla uppbyggingu á húsakosti á sama tíma og skólum er lokað á landsbyggðinni og byggingar sem áður hýstu börn í námi standa auðar eða eru nýttar til annarra hluta. Auk þess má benda á að rekstrarkostnaður er til muna hærri í fámennum skólum í dreifðari byggðum landsins en í fjölmennari skólum. Laun kennara á Íslandi eru hins vegar lægri hér á landi en í nær öllum þeim löndum sem við miðum okkur við. Kennarastéttin er auk þess löskuð af því að hafa í áraraðir stöðugt dregist aftur úr í launum. Þetta hlýtur að hafa bein áhrif á nám barnanna í skólunum. Yfirvöld skólamála hafa boðað lengingu kennaranáms og breytingar á launakjörum kennara. Binda verður vonir við að kennarastéttin fái nú raunverulegar kjarabætur. Að öðrum kosti er full ástæða til að vera uggandi um framtíð íslenska skólakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun
Skólakerfið hefur verið talsvert rætt undanfarnar vikur. Full ástæða er til að fagna því að umræða um þennan mikilvæga málaflokk eigi sér stað. Tilefni umræðunnar er annars vegar niðurstöður alþjóðlegu samanburðarkönnunarinnar sem kennd er við Pisa og birt var á dögunum og hins vegar frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem menntamálaráðherra lagði fram í þinginu um svipað leyti og niðurstöður samanburðarkönnunarinnar voru kynntar. Menntakerfið er grundvöllur framtíðar þjóðarinnar, grundvöllur velferðar og þróunar. Því sætir í raun nokkurri furðu hversu sjaldan er rætt um skóla- og menntamál, til dæmis á hinu háa Alþingi. Umræða um niðurstöður alþjóðlegra samanburðarrannsókna hafa oft á sér nokkuð upphlaupskennt yfirbragð. Viðhöfð eru stór orð og íslenskir skólar gagnrýndir harðlega, líka þegar betur gengur en raunin varð nú. Vissulega er full ástæða til að gefa því gaum að íslensk ungmenni lesi sér til síðri skilnings en þau hafa áður gert og sýni minni færni í stærðfræði. Íslenskt skólafólk hlýtur að leitast við að greina ástæður þessa og vinna að úrbótum. Varast verður þó að draga of víðtækar ályktanir af könnun sem þessari og ekki síst að kveða upp áfellisdóma. Könnun eins og Pisa-könnunin mælir ekki nema brot af því starfi sem fram fer í þeim skólum sem hún nær til þannig að forðast verður alhæfingar. Bent hefur verið á að óvíða sé jafnmiklu fjármagni varið í menntakerfið og hér á Íslandi. Minna hefur farið fyrir greiningu á því í hvað þessu fé er varið. Í þessu sambandi verður að benda á óhjákvæmilega mikinn byggingarkostnað sem hlotist hefur af einsetningu skóla, sem átti sér stað á Íslandi áratugum síðar en í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess fjölgar okkur hér hraðar en annars staðar og byggðin þéttist á suðvesturhorninu á sama tíma og fólki fækkar víða annars staðar á landinu. Þetta hefur kostað mikla uppbyggingu á húsakosti á sama tíma og skólum er lokað á landsbyggðinni og byggingar sem áður hýstu börn í námi standa auðar eða eru nýttar til annarra hluta. Auk þess má benda á að rekstrarkostnaður er til muna hærri í fámennum skólum í dreifðari byggðum landsins en í fjölmennari skólum. Laun kennara á Íslandi eru hins vegar lægri hér á landi en í nær öllum þeim löndum sem við miðum okkur við. Kennarastéttin er auk þess löskuð af því að hafa í áraraðir stöðugt dregist aftur úr í launum. Þetta hlýtur að hafa bein áhrif á nám barnanna í skólunum. Yfirvöld skólamála hafa boðað lengingu kennaranáms og breytingar á launakjörum kennara. Binda verður vonir við að kennarastéttin fái nú raunverulegar kjarabætur. Að öðrum kosti er full ástæða til að vera uggandi um framtíð íslenska skólakerfisins.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun