Unnið að komu Pearl Jam 1. september 2007 12:30 Chris Cornell ætlar ásamt eiginkonu sinni að skoða landið og skella sér jafnvel á snjósleða ef veður leyfir. Rokkarinn Chris Cornell hyggst nýta væntanlega Íslandsferð sína vel en hann heldur tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 8.september. Rokkarinn kemur hingað ásamt eiginkonu sinni, Vicky Karayiannis, á fimmtudaginn og fer ekki fyrr en á sunnudeginum. Til stendur að fara með skötuhjúin á snjósleða og fjórhjól og má fastlega gera ráð fyrir að hann ætli einnig að ná ferðaþreytunni úr sér í Bláa Lóninu. Jafnframt verður blásið til mikillar veislu strax eftir tónleikana á laugardeginum á skemmtistaðnum REX en hann hefur hýst flestöll teiti þeirra stórstjarna sem leggja leið sína hingað. Með Cornell í för verður einnig umboðsmaður hans og til stórtíðinda gæti því dregið í íslensku tónleikahaldi. Sá sér víst einnig um að binda alla lausa hnúta hjá grungerokksveitinni Pearl Jam og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann í hyggju að skoða hér aðstæður fyrir Eddie Vedder og félaga. Pearl Jam á sér dyggan aðdáendahóp hér á landi sem myndi væntanlega fylla eina tónleikahöll eða svo. Fjölmargir tónleikahaldara hafa reynt að fá Pearl Jam til landsins og heimildir Fréttablaðsins herma að nú sé hafið vinnuferli sem miðar að því að fá rokkgoðsagnirnar hingað til lands, fyrr en seinna. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál," segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Concert og var þögull sem gröfin þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. Chris Cornell og Pearl Jam eru hins vegar bundnir miklum vinaböndum og hefur verið töluverður samgangur þar á milli. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að starfsmenn Concert muni því leggja sig enn meira fram við að gera allt sem best úr garði. Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rokkarinn Chris Cornell hyggst nýta væntanlega Íslandsferð sína vel en hann heldur tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 8.september. Rokkarinn kemur hingað ásamt eiginkonu sinni, Vicky Karayiannis, á fimmtudaginn og fer ekki fyrr en á sunnudeginum. Til stendur að fara með skötuhjúin á snjósleða og fjórhjól og má fastlega gera ráð fyrir að hann ætli einnig að ná ferðaþreytunni úr sér í Bláa Lóninu. Jafnframt verður blásið til mikillar veislu strax eftir tónleikana á laugardeginum á skemmtistaðnum REX en hann hefur hýst flestöll teiti þeirra stórstjarna sem leggja leið sína hingað. Með Cornell í för verður einnig umboðsmaður hans og til stórtíðinda gæti því dregið í íslensku tónleikahaldi. Sá sér víst einnig um að binda alla lausa hnúta hjá grungerokksveitinni Pearl Jam og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann í hyggju að skoða hér aðstæður fyrir Eddie Vedder og félaga. Pearl Jam á sér dyggan aðdáendahóp hér á landi sem myndi væntanlega fylla eina tónleikahöll eða svo. Fjölmargir tónleikahaldara hafa reynt að fá Pearl Jam til landsins og heimildir Fréttablaðsins herma að nú sé hafið vinnuferli sem miðar að því að fá rokkgoðsagnirnar hingað til lands, fyrr en seinna. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál," segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Concert og var þögull sem gröfin þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. Chris Cornell og Pearl Jam eru hins vegar bundnir miklum vinaböndum og hefur verið töluverður samgangur þar á milli. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að starfsmenn Concert muni því leggja sig enn meira fram við að gera allt sem best úr garði.
Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira