Ölvis: Bravado - þrjár stjörnur 28. ágúst 2007 09:30 Ölvis er hæfileikaríkur tónlistarmaður sem sýnir vel hvers hann er megnugur á Bravado þó hann eigi margt inni. Ölvis er einmenningssveit Örlygs Þórs Örlygssonar en hann kom mjög á óvart með annarri breiðskífu sinni, The Blue Sound, sem kom út seint á árinu 2005. Bravado er því þriðja breiðskífa Ölvisar og er hún gefin út af Resonant í Bretlandi. 12 Tónar sjá hins vegar um dreifingu hér heima. Bravado inniheldur margt af því góða sem finna mátti á The Blue Sound. Útsetningar eru vandaðar, öll hljóðuppbygging sannar þroska lagahöfundar og fyrst og fremst eru vandaðar lagasmíðar hér á ferð. Það sem Bravado tekst hins vegar ekki að gera er að bæta við The Blue Sound og sýna þannig nýjar og helst auðvitað betri hliðar á Ölvis sem tónlistarmanni. Ölvis nær á margan hátt að framkalla hughrif sem minna helst á draumóra liggjandi manns úti í náttúrunni með norðurljósin sveimandi yfir sér. Íslenskir textar setja líka sinn svip á yfirbragð plötunnar. Oftast eru þeir einfaldir, mikið er af endurtekningum og innihaldið segir manni að Ölvis er ekki endilega svo sáttur við ástand hins nútíma heims. Hughrifin ná hins vegar ekki að koma sér nógu vel til skila, hvorki í gegnum textana né flæðandi laglínurnar. War Chant og Everything is Energy eru dæmi um lög sem ætla sér að verða eitthvað meira en þau enda síðan á að verða. Söngur Ölvisar nær einnig að fara stundum í taugarnar á manni, eitthvað sem hann gerði ekki á The Blue Sound. Kannski er samt ekki réttlátt að bera þessar tvær plötur of mikið saman. Bravado stendur vissulega fyrir sínu ein og sér, hefur margt fram að færa og græðir mikið á öllu því hæfileikaríka fólki sem tók þátt í vinnslu plötunnar. Wake Up Now er líklegast besta dæmið. Samt er það þannig að Bravado ristir ekki eins djúpt og The Blue Sound og það er staðreynd sem stendur út af fyrir sig og er óháð öðru. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ölvis er einmenningssveit Örlygs Þórs Örlygssonar en hann kom mjög á óvart með annarri breiðskífu sinni, The Blue Sound, sem kom út seint á árinu 2005. Bravado er því þriðja breiðskífa Ölvisar og er hún gefin út af Resonant í Bretlandi. 12 Tónar sjá hins vegar um dreifingu hér heima. Bravado inniheldur margt af því góða sem finna mátti á The Blue Sound. Útsetningar eru vandaðar, öll hljóðuppbygging sannar þroska lagahöfundar og fyrst og fremst eru vandaðar lagasmíðar hér á ferð. Það sem Bravado tekst hins vegar ekki að gera er að bæta við The Blue Sound og sýna þannig nýjar og helst auðvitað betri hliðar á Ölvis sem tónlistarmanni. Ölvis nær á margan hátt að framkalla hughrif sem minna helst á draumóra liggjandi manns úti í náttúrunni með norðurljósin sveimandi yfir sér. Íslenskir textar setja líka sinn svip á yfirbragð plötunnar. Oftast eru þeir einfaldir, mikið er af endurtekningum og innihaldið segir manni að Ölvis er ekki endilega svo sáttur við ástand hins nútíma heims. Hughrifin ná hins vegar ekki að koma sér nógu vel til skila, hvorki í gegnum textana né flæðandi laglínurnar. War Chant og Everything is Energy eru dæmi um lög sem ætla sér að verða eitthvað meira en þau enda síðan á að verða. Söngur Ölvisar nær einnig að fara stundum í taugarnar á manni, eitthvað sem hann gerði ekki á The Blue Sound. Kannski er samt ekki réttlátt að bera þessar tvær plötur of mikið saman. Bravado stendur vissulega fyrir sínu ein og sér, hefur margt fram að færa og græðir mikið á öllu því hæfileikaríka fólki sem tók þátt í vinnslu plötunnar. Wake Up Now er líklegast besta dæmið. Samt er það þannig að Bravado ristir ekki eins djúpt og The Blue Sound og það er staðreynd sem stendur út af fyrir sig og er óháð öðru. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“