Jónas með tónleika 23. ágúst 2007 09:30 Jónas Ingimundarson píanóleikari fagnar fjörutíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Jónas Ingimundarson píanóleikari verður með tvenna tónleika á næstunni utan höfuðborgarinnar. Á föstudagskvöld spilar hann í kirkjunni í Borgarnesi. Þeir tónleikar hefjast kl. 20, og annan fimmtudag verður hann með tónleika á Sögusetrinu á Hvolsvelli, kl. 21. Jónas hóf tónlistarnám sitt eftir fermingu hjá frú Leopoldínu Eiríks sumarið 1958. Hann stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Jónas hefur síðan starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari og kórstjóri. Hann hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum, ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum. Um þessar mundir eru fjörutíu ár síðan Tónlistarfélag Borgarfjarðar hóf starfsemi, en Jónas sótti félagið heim þegar á fyrsta starfsárinu og lék þar á tónleikum, þá nýbyrjaður á sínum farsæla ferli. Á dagskrá tónleikanna verða þrjár píanósónötur eftir Beethoven. Tónleikar Jónasar á Hvolsvelli eru liður í menningarveislu Sögusetursins þar sem áhersla er lögð á að kynna bæði íbúum og gestum sveitarfélagsins fyrir menningararfleifð svæðisins. Þá eru listamenn tengdir svæðinu í hávegum hafðir. Jónas er úr Landeyjum, fæddur 30. maí 1944 á Bergþórshvoli í Rangárþingi eystra. Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Jónas Ingimundarson píanóleikari verður með tvenna tónleika á næstunni utan höfuðborgarinnar. Á föstudagskvöld spilar hann í kirkjunni í Borgarnesi. Þeir tónleikar hefjast kl. 20, og annan fimmtudag verður hann með tónleika á Sögusetrinu á Hvolsvelli, kl. 21. Jónas hóf tónlistarnám sitt eftir fermingu hjá frú Leopoldínu Eiríks sumarið 1958. Hann stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Jónas hefur síðan starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari og kórstjóri. Hann hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum, ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum. Um þessar mundir eru fjörutíu ár síðan Tónlistarfélag Borgarfjarðar hóf starfsemi, en Jónas sótti félagið heim þegar á fyrsta starfsárinu og lék þar á tónleikum, þá nýbyrjaður á sínum farsæla ferli. Á dagskrá tónleikanna verða þrjár píanósónötur eftir Beethoven. Tónleikar Jónasar á Hvolsvelli eru liður í menningarveislu Sögusetursins þar sem áhersla er lögð á að kynna bæði íbúum og gestum sveitarfélagsins fyrir menningararfleifð svæðisins. Þá eru listamenn tengdir svæðinu í hávegum hafðir. Jónas er úr Landeyjum, fæddur 30. maí 1944 á Bergþórshvoli í Rangárþingi eystra.
Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira