Menningarnótt og miðborgarótti 20. ágúst 2007 06:00 Menningarnótt hefur verið fastur liður um árabil og lífgað upp á líf íbúa og gesta höfuðborgarinnar. Í ár virðist hátíðin hafa tekist einstaklega vel og er það mikið fagnaðarefni. Eins og gengur þegar svo mikill mannfjöldi hefur komið saman þá hefur á stundum eitt og annað farið úrskeiðis. Eitt árið einkenndist af endalausum umferðarhnút sem ekki greiddist úr að fullu fyrr en líða tók á nóttina. Önnur ár hafa ölvun og óspektir sett skugga á annars gleðilega hátíð. Í hvert sinn sem eitthvað hefur borið við sem neikvætt getur talist virðast aðstandendur hátíðarinnar, í samvinnu við yfirvöld borgar og löggæslu, setjast yfir málið og leita lausna. Slík vinnubrögð eru auðvitað til fyrirmyndar og hafa í ár skilað árangri. Miðborg Reykjavíkur hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna þess sem nefnt hefur verið „ástandið í miðborginni". Slík umræða hefur komið upp með reglulegu millibili frá því að miðbær varð til í Reykjavík. Að því leytinu til er umræðan skyld umræðunni um að æska hvers tíma sé óalandi og óferjandi, en heimildir um slíkt má finna í ritum Konfúsíusar og annarra þeirra sem í fornöld létu sig mannrækt og menntun varða. Svo mun væntanlega vera á öllum tímum að við finnum æskunni ýmislegt til foráttu og einblínum helst á þá ódælustu þegar hópur kemur saman. Í umræðu um slíkt kristallast oft togstreita milli öryggissjónarmiða borgaranna og athafnafrelsis einstaklinga. Spurningin er einfaldlega sú í hve miklum mæli frelsið ógni örygginu. Þarna fara menn stundum offari og boða helsi vegna stakra viðburða án þess að raunverulega séu metnir heildarhagsmunir og gagn af því að skerða frelsi borgaranna. Þannig er spurning hvort sú yfirþyrmandi öryggisgæsla sem orðin er víða í kjölfar 11. september sé ekki langt umfram þá ógn sem er fyrir hendi. Almenna reglan á að vera sú að það þurfi rík rök um mikla ógn til að ganga á rétt borgaranna til að geta um frjálst höfuð strokið. Það er betra að einn og einn ódámurinn sleppi, en að allur fjöldinn sé hnepptur í fjötra ofstjórnar og leiðinda. Stjórnmálamenn eiga ekki að tala upp óttann til að slá sig til riddara með harðari lagasetningu og öfgakenndu eftirliti. Verkefni yfirvalda er að taka á þeim sem af sér brjóta, en ekki að refsa öllum hinum. Það er ýmislegt hægt að bæta og skipulag menningarnætur í ár er ágætt dæmi um hvernig gleði fjöldans fékk að sigra ofbeldi og eyðileggingu hinna fáu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun
Menningarnótt hefur verið fastur liður um árabil og lífgað upp á líf íbúa og gesta höfuðborgarinnar. Í ár virðist hátíðin hafa tekist einstaklega vel og er það mikið fagnaðarefni. Eins og gengur þegar svo mikill mannfjöldi hefur komið saman þá hefur á stundum eitt og annað farið úrskeiðis. Eitt árið einkenndist af endalausum umferðarhnút sem ekki greiddist úr að fullu fyrr en líða tók á nóttina. Önnur ár hafa ölvun og óspektir sett skugga á annars gleðilega hátíð. Í hvert sinn sem eitthvað hefur borið við sem neikvætt getur talist virðast aðstandendur hátíðarinnar, í samvinnu við yfirvöld borgar og löggæslu, setjast yfir málið og leita lausna. Slík vinnubrögð eru auðvitað til fyrirmyndar og hafa í ár skilað árangri. Miðborg Reykjavíkur hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna þess sem nefnt hefur verið „ástandið í miðborginni". Slík umræða hefur komið upp með reglulegu millibili frá því að miðbær varð til í Reykjavík. Að því leytinu til er umræðan skyld umræðunni um að æska hvers tíma sé óalandi og óferjandi, en heimildir um slíkt má finna í ritum Konfúsíusar og annarra þeirra sem í fornöld létu sig mannrækt og menntun varða. Svo mun væntanlega vera á öllum tímum að við finnum æskunni ýmislegt til foráttu og einblínum helst á þá ódælustu þegar hópur kemur saman. Í umræðu um slíkt kristallast oft togstreita milli öryggissjónarmiða borgaranna og athafnafrelsis einstaklinga. Spurningin er einfaldlega sú í hve miklum mæli frelsið ógni örygginu. Þarna fara menn stundum offari og boða helsi vegna stakra viðburða án þess að raunverulega séu metnir heildarhagsmunir og gagn af því að skerða frelsi borgaranna. Þannig er spurning hvort sú yfirþyrmandi öryggisgæsla sem orðin er víða í kjölfar 11. september sé ekki langt umfram þá ógn sem er fyrir hendi. Almenna reglan á að vera sú að það þurfi rík rök um mikla ógn til að ganga á rétt borgaranna til að geta um frjálst höfuð strokið. Það er betra að einn og einn ódámurinn sleppi, en að allur fjöldinn sé hnepptur í fjötra ofstjórnar og leiðinda. Stjórnmálamenn eiga ekki að tala upp óttann til að slá sig til riddara með harðari lagasetningu og öfgakenndu eftirliti. Verkefni yfirvalda er að taka á þeim sem af sér brjóta, en ekki að refsa öllum hinum. Það er ýmislegt hægt að bæta og skipulag menningarnætur í ár er ágætt dæmi um hvernig gleði fjöldans fékk að sigra ofbeldi og eyðileggingu hinna fáu.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun