Private Cinema - Slaraffenland - Fjórar stjörnur Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 20. ágúst 2007 05:00 Grófkennd en meitluð áferð plötunnur minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Segir samt ákveðna og sterka sögu. Baunverjar í draumalandiDanir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu í tónlistinni eins og áður hefur kom fram hér í Fréttablaðinu og er sveitin Slaraffenland ein besta sönnun þess. Sveitin er á mála hjá smávöxnu plötufyrirtæki í Bandaríkjunum en heyrir einnig undir plötufyrirtæki dönsku sveitarinnar Efterklang, Rumraket að nafni. Nafnið Slaraffenland þýðir, samkvæmt sveitinni, hunangs- og mjólkurlandið. Sú goðsögulega útópía á rætur sínar að rekja til miðalda og átti að vera laust við alla illsku þess tíma. Grimm-bræður endursögðu ævintýrið um landið (Schlaraffenland á þýsku en Cockaigne á ensku) í þjóðsögum sínum.Andstæður miðalda koma kannski ekki mikið við sögu í tónlist Slaraffenland en bæði þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að vera hádramatísk og á tímum blóðug. Fyrsta lag plötunnar, Sleep Tight, dregur saman öll lykileinkenni sveitarinnar. Byrjar á tregafullum, harðsvíruðum og taktföstum trommuslætti sem blandast við draumkennda gítartóna sem minna á sveitir shoegaze-tímabilsins. Þegar söngurinn tekur að óma dettur manni strax sveitin Animal Collective í hug. Loks tekur við ylhýr kafli sem breytist svo í enn annan kafla sem er mjög í anda Broken Social Scene, með brassi og öllu tilheyrandi. Næsta lag á eftir ýtir svo enn meira undir þann kanadísk ættaða grun.Þannig sveiflast tónlist Slaraffenland frá hægri til vinstri, upp og niður, en aldrei út í öfgar. Tónlistin hefur mjög grófkennda en meitlaða áferð sem minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Verkið segir samt ákveðna sögu með heillandi áhrifum.Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lengstu enda nýtast skilningarvit meðlima Slaraffenland (sjö talsins, þar á meðal eineggja tvíburabræður) best þar. Helst eru það stuttu millilögin sem virka á tímum hálf tilgangslaus og jafnvel án stefnu. Þau haldast samt innan rammans, flækjast ekki of mikið fyrir manni og fljótt áttar maður sig á hlutverkum þeirra í þessu margslungna listaverki. Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Fleiri fréttir Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Baunverjar í draumalandiDanir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu í tónlistinni eins og áður hefur kom fram hér í Fréttablaðinu og er sveitin Slaraffenland ein besta sönnun þess. Sveitin er á mála hjá smávöxnu plötufyrirtæki í Bandaríkjunum en heyrir einnig undir plötufyrirtæki dönsku sveitarinnar Efterklang, Rumraket að nafni. Nafnið Slaraffenland þýðir, samkvæmt sveitinni, hunangs- og mjólkurlandið. Sú goðsögulega útópía á rætur sínar að rekja til miðalda og átti að vera laust við alla illsku þess tíma. Grimm-bræður endursögðu ævintýrið um landið (Schlaraffenland á þýsku en Cockaigne á ensku) í þjóðsögum sínum.Andstæður miðalda koma kannski ekki mikið við sögu í tónlist Slaraffenland en bæði þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að vera hádramatísk og á tímum blóðug. Fyrsta lag plötunnar, Sleep Tight, dregur saman öll lykileinkenni sveitarinnar. Byrjar á tregafullum, harðsvíruðum og taktföstum trommuslætti sem blandast við draumkennda gítartóna sem minna á sveitir shoegaze-tímabilsins. Þegar söngurinn tekur að óma dettur manni strax sveitin Animal Collective í hug. Loks tekur við ylhýr kafli sem breytist svo í enn annan kafla sem er mjög í anda Broken Social Scene, með brassi og öllu tilheyrandi. Næsta lag á eftir ýtir svo enn meira undir þann kanadísk ættaða grun.Þannig sveiflast tónlist Slaraffenland frá hægri til vinstri, upp og niður, en aldrei út í öfgar. Tónlistin hefur mjög grófkennda en meitlaða áferð sem minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Verkið segir samt ákveðna sögu með heillandi áhrifum.Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lengstu enda nýtast skilningarvit meðlima Slaraffenland (sjö talsins, þar á meðal eineggja tvíburabræður) best þar. Helst eru það stuttu millilögin sem virka á tímum hálf tilgangslaus og jafnvel án stefnu. Þau haldast samt innan rammans, flækjast ekki of mikið fyrir manni og fljótt áttar maður sig á hlutverkum þeirra í þessu margslungna listaverki.
Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Fleiri fréttir Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira