Stemningin skipti öllu máli 19. ágúst 2007 08:00 Fyrsta sólóplata Elízu, Empire Fall, er komin í búðir. MYND/Pjetur Fyrsta sólóplata Elízu Geirsdóttur Newman, Empire Fall, er komin út. Elíza, sem var áður í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi og Skandinavíu, gefur út plötuna hjá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sínu, Lavaland Records. „Ég var búin að velta því fyrir mér í nokkur ár að gera sólóplötu en langaði ekkert sérstaklega mikið til þess. Ég var of mikil hljómsveitarmanneskja og fannst svolítið erfitt að koma fram ein. En mér fannst tími til kominn núna enda komin aftur til Íslands,“ segir Elíza, sem flutti heim síðasta vetur eftir sjö ára dvöl í London. „Það var mjög gaman,“ segir hún um dvöl sína í stórborginni. „Þetta er eitthvað sem allir Íslendingar ættu að gera, að flytjast erlendis í tvö til þrjú ár og kynnast öðrum menningarheimum.“Frami í BretlandiElíza var aðeins sextán ára þegar hún stofnaði kvennahljómsveitina Kolrössu krókríðandi ásamt skólasystrum sínum í Keflavík. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kolrassa sigraði Músiktilraunir árið 1992 og gaf út þrjár plötur hjá Smekkleysu. Árið 1998 var nafni Kolrössu breytt í Bellatrix og stefnan sett á Bretlandsmarkað. Bellatrix gaf út tvær breiðskífur, spilaði víða og fór meðal annars í tónleikaferðalag með Coldplay. Auk þess kom hún fram sem aðalnúmerið á Carling-sviðinu á Reading-hátíðinni árið 2000.Árið 2002 hóf Elíza framhaldsnám í óperusöng í London og undir áhrifum óperunnar stofnaði hún hljómsveitina Skandinavíu sem spilaði þungt rokk með óperuívafi. Sveitin fékk útgáfusamning eftir aðeins eina tónleika og gaf út eina breiðskífu og tvær smáskífur á ferli sínum.Stemningin aðalatriðiðElíza lýsir nýju plötunni sem minimalískri rokkplötu með góðu andrúmslofti og stemningu. „Þetta snerist allt um það að skapa stemningu og í sumum lögunum var fyrsta upptakan notuð. Þetta snerist líka voða mikið um að tóna niður sönginn aftur á byrjunarreit því ég er búin að þjálfa mig svo mikið. Ég þurfti að fara aftur á byrjunarpunkt svo upprunalega röddin kæmi fram og það var frekar erfitt,“ segir hún.Aðspurð segist Elíza ekki hafa legið lengi yfir textunum á plötunni. „Þeir fjalla bara um lífið og tilveruna. Þetta eru ósjálfráðir textar, eitthvað sem kemur úr undirmeðvitundinni og þarna er ég að melta ýmislegt sem hefur gengið á í lífinu.“Eigið útáfufyrirtækiAð sögn Elízu höfðu nokkrir aðilar erlendis hvatt hana til að stofna útgáfufyrirtæki og á endanum hafi hún slegið til og Lavaland Records orðið að veruleika. „Mér var sagt að það væri rosa sniðugt. Ég var svolítið treg fyrst en svo hugsaði ég að það gæti verið spennandi. Ég fékk rosalega góðar viðtökur við þessu úti þannig að ég sló til. Þetta er eitthvað sem ég vil prófa og þetta gefur mér vonandi ný og spennandi tækifæri.“Platan kemur út í Bretlandi og í Bandaríkjunum þann 1. október og einnig kemur hún út á iTunes þar sem allur heimurinn getur hlýtt á hana. Elíza stefnir á að halda útgáfutónleika hérlendis í næsta mánuði með glænýrri hljómsveit sinni auk þess sem hún stefnir á tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin. Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fyrsta sólóplata Elízu Geirsdóttur Newman, Empire Fall, er komin út. Elíza, sem var áður í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi og Skandinavíu, gefur út plötuna hjá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sínu, Lavaland Records. „Ég var búin að velta því fyrir mér í nokkur ár að gera sólóplötu en langaði ekkert sérstaklega mikið til þess. Ég var of mikil hljómsveitarmanneskja og fannst svolítið erfitt að koma fram ein. En mér fannst tími til kominn núna enda komin aftur til Íslands,“ segir Elíza, sem flutti heim síðasta vetur eftir sjö ára dvöl í London. „Það var mjög gaman,“ segir hún um dvöl sína í stórborginni. „Þetta er eitthvað sem allir Íslendingar ættu að gera, að flytjast erlendis í tvö til þrjú ár og kynnast öðrum menningarheimum.“Frami í BretlandiElíza var aðeins sextán ára þegar hún stofnaði kvennahljómsveitina Kolrössu krókríðandi ásamt skólasystrum sínum í Keflavík. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kolrassa sigraði Músiktilraunir árið 1992 og gaf út þrjár plötur hjá Smekkleysu. Árið 1998 var nafni Kolrössu breytt í Bellatrix og stefnan sett á Bretlandsmarkað. Bellatrix gaf út tvær breiðskífur, spilaði víða og fór meðal annars í tónleikaferðalag með Coldplay. Auk þess kom hún fram sem aðalnúmerið á Carling-sviðinu á Reading-hátíðinni árið 2000.Árið 2002 hóf Elíza framhaldsnám í óperusöng í London og undir áhrifum óperunnar stofnaði hún hljómsveitina Skandinavíu sem spilaði þungt rokk með óperuívafi. Sveitin fékk útgáfusamning eftir aðeins eina tónleika og gaf út eina breiðskífu og tvær smáskífur á ferli sínum.Stemningin aðalatriðiðElíza lýsir nýju plötunni sem minimalískri rokkplötu með góðu andrúmslofti og stemningu. „Þetta snerist allt um það að skapa stemningu og í sumum lögunum var fyrsta upptakan notuð. Þetta snerist líka voða mikið um að tóna niður sönginn aftur á byrjunarreit því ég er búin að þjálfa mig svo mikið. Ég þurfti að fara aftur á byrjunarpunkt svo upprunalega röddin kæmi fram og það var frekar erfitt,“ segir hún.Aðspurð segist Elíza ekki hafa legið lengi yfir textunum á plötunni. „Þeir fjalla bara um lífið og tilveruna. Þetta eru ósjálfráðir textar, eitthvað sem kemur úr undirmeðvitundinni og þarna er ég að melta ýmislegt sem hefur gengið á í lífinu.“Eigið útáfufyrirtækiAð sögn Elízu höfðu nokkrir aðilar erlendis hvatt hana til að stofna útgáfufyrirtæki og á endanum hafi hún slegið til og Lavaland Records orðið að veruleika. „Mér var sagt að það væri rosa sniðugt. Ég var svolítið treg fyrst en svo hugsaði ég að það gæti verið spennandi. Ég fékk rosalega góðar viðtökur við þessu úti þannig að ég sló til. Þetta er eitthvað sem ég vil prófa og þetta gefur mér vonandi ný og spennandi tækifæri.“Platan kemur út í Bretlandi og í Bandaríkjunum þann 1. október og einnig kemur hún út á iTunes þar sem allur heimurinn getur hlýtt á hana. Elíza stefnir á að halda útgáfutónleika hérlendis í næsta mánuði með glænýrri hljómsveit sinni auk þess sem hún stefnir á tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin.
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira