Latabæjarsýning fyrir hlaup 14. ágúst 2007 04:15 Gunnar Helgason leikstýrir Latabæjarleikriti fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis MYND/GVA Gunnar Helgason leikstýrir stuttu Latabæjarleikriti sem sett verður upp fyrir Latabæjarhlaupið en það verður haldið á menningarnótt. Glanni á vafalítið eftir að láta á sér kræla og setja allt á annan endann. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að útskýra þetta," sagði Gunnar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í herbúðum Latabæjar í Garðabæ. Þá var hann að skoða sviðsmynd sem á að nota fyrir leikritið. „Þetta er eiginlega Latabæjarþáttur sem ekki verður sýndur í sjónvarpi heldur leikinn frammi fyrir áhorfendum," útskýrir Gunnar sem vildi þó lítið gefa upp um söguþráðinn og vonaðist helst til að skúrkurinn Glanni glæpur myndi ekki mæta til leiks. „Ég hef þó rökstuddan grun um að hann láti sjá sig og þá verður fjandinn laus." Heimildir Gunnars herma að glæponinn snjalli vinni nú hörðum höndum að því í undirheimum að smíða vél sem er þeim kostum búin að geta smækkað fólk. Sýningin verður sett upp fyrir framan Háskóla Íslands þar sem hlaupið fer fram og má reikna með miklum fjölda áhorfenda, bæði stórra og smárra. „Þetta verður eflaust einhver mesti áhorfendafjöldinn sem Latibær hefur verið sýndur frammi fyrir," segir Gunnar. Latabæjarhetjan Íþróttálfurinn mætti í fyrra og sá til þess að allir væru vel heitir fyrir hlaupið. Að sögn Gunnars var ákveðið að hafa þetta aðeins stærra í sniðum í ár og skrifa heilt leikrit. „Þema leiksýningarinnar er síðan mjög áþekkt því sem gerist í einum þættinum en það á eftir að sýna hann í sjónvarpi," bætir leikstjórinn við en leikritið verður í svipaðri lengd og þættirnir eða 23 og hálf mínúta. „Þótt auðvitað geti aðeins teygst úr þessu," segir Gunnar og áréttar að þetta sé alvöru leiksýning með sprengjum og öllu tilheyrandi. Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Gunnar Helgason leikstýrir stuttu Latabæjarleikriti sem sett verður upp fyrir Latabæjarhlaupið en það verður haldið á menningarnótt. Glanni á vafalítið eftir að láta á sér kræla og setja allt á annan endann. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að útskýra þetta," sagði Gunnar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í herbúðum Latabæjar í Garðabæ. Þá var hann að skoða sviðsmynd sem á að nota fyrir leikritið. „Þetta er eiginlega Latabæjarþáttur sem ekki verður sýndur í sjónvarpi heldur leikinn frammi fyrir áhorfendum," útskýrir Gunnar sem vildi þó lítið gefa upp um söguþráðinn og vonaðist helst til að skúrkurinn Glanni glæpur myndi ekki mæta til leiks. „Ég hef þó rökstuddan grun um að hann láti sjá sig og þá verður fjandinn laus." Heimildir Gunnars herma að glæponinn snjalli vinni nú hörðum höndum að því í undirheimum að smíða vél sem er þeim kostum búin að geta smækkað fólk. Sýningin verður sett upp fyrir framan Háskóla Íslands þar sem hlaupið fer fram og má reikna með miklum fjölda áhorfenda, bæði stórra og smárra. „Þetta verður eflaust einhver mesti áhorfendafjöldinn sem Latibær hefur verið sýndur frammi fyrir," segir Gunnar. Latabæjarhetjan Íþróttálfurinn mætti í fyrra og sá til þess að allir væru vel heitir fyrir hlaupið. Að sögn Gunnars var ákveðið að hafa þetta aðeins stærra í sniðum í ár og skrifa heilt leikrit. „Þema leiksýningarinnar er síðan mjög áþekkt því sem gerist í einum þættinum en það á eftir að sýna hann í sjónvarpi," bætir leikstjórinn við en leikritið verður í svipaðri lengd og þættirnir eða 23 og hálf mínúta. „Þótt auðvitað geti aðeins teygst úr þessu," segir Gunnar og áréttar að þetta sé alvöru leiksýning með sprengjum og öllu tilheyrandi.
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira